23 september 2002

*mánudagspúst*
Til hamingju með titilinn allir KR-ingar!!! Það var bara "Geðveikt" á leiknum á laugardaginn, stemmarinn var sjúkur.........hefði samt pínu smá viljað vera líka uppá Skaga og sjá þegar að þyrlan sótti bikarinn og flaug með hann burt *glott*............Við stelpurnar skelltum okkur á fagnaðinn sem var uppá Hótel Sögu, bara snilld og ógó gaman.........Held að KR lagið hafi verið spilað svona að meðaltali 6000 sinnum.......hihih.......var allaveganna raulandi það þegar að ég vaknaði á sunnudagsmorguninn.......Wellí helgin var bara snilld og ég skemmti mér alveg konunglega!!!! Hitti alveg ótrúlega mikið af fólki sem að ég hef ekki séð bara í mörg ár....vá hvað maður eldist hratt, eða sumir allaveganna......fékk það í hausinn á laugardaginn, það var einhver gaur þar sem að hélt að ég væri 19 ára.......þannig að ég held að ég sé bara stöðnuð í útliti *bros*......ætli eg verði ekki bara ánægt með það þegar að ég fer að nálgast fertugsaldurinn !!!! *bros*
Vá hvað ég hef ekkert að segja mar.......gæti alveg eins farið að tala um jólasveina og ferðir þeirra í Smáralindina.................gargedígarg......er að spá í að fara barasta að gera upp og ljúka þessum blessaða vinnudegi mínum hér hjá DV........víííí....kallinn minn var að hringja, er að koma heim á miðvikudaginn og verður alveg í rúma viku heima!! *jeij*.....
Jæja ég kveð bara að sinni
*veif*

Engin ummæli: