30 september 2002

Hellú hellú góðir hálsar.....hmm nú er hún Dagný litla að bögglast fyrir mig hérna, er að setja inn myndir af "Kúlubúanum", hún er algjör tölvusnilli og ég er svo mikið gimp að hún ætlaði að redda þessu fyrir mig sko....
Wellí í gær eftir vinnu bauð ég kallinum í bíó....við ákváðum að vera voða dugleg og skella okkur á eina af þessum íslensku myndum sem eru í boði þessa dagana, "Fálkar"....wellí ég get því miður ekki mælt með henni, fannst hún bara frekar léleg sko ef að ég á að segja alveg einsog er sko!! Ég var ekki með neinar væntingar þegar að ég fór á hana sko þannig að það hefði nú ekki átt að skemma neitt fyrir sko.....æi hún var bara ekki alveg að gera sig sko.......en það er skilda að sjá allar ísl. bíómyndir þannig að nú á ég bara eftir að sjá "Hafið" og "Maður einsog ég"........Wellí ætla að hætta að röfla í ykkur, sjá hvort að myndirnar séu komnar !?!?!
Ég á líka afmæli á morgun, jeij, góður dagur, fá útborgað og eiga afmæli, gerist vart betra *bros*

Engin ummæli: