3 dagar síðan ég átti afmæli
17 dagar í Stockholm
19 dagar í Jorge a.k.a. George Michael tónleikana (ef runnið verður af kappanum og búið að beila hann út úr jeilinu *heh*)
36 dagar í Manchester - Leeds (finna mér góðan leik til að fara á)
37 dagar í kastalaferð í englandinu....
64 dagar þar til betri helmingurinn kemur "heim"
67 dagar í stóóóórafmæli múttunnar minnar
77 dagar í afmæli litlu sys
80 dagar til jóla
87 dagar í nýtt ár
165 dagar (+/- 2)í fæðingu Urðar JR. - treysti á þig Erna
Jaháts - allt að gerast sem er bara gott mál og mikið hlakka ég til þessa alls!
Búið að vera frekar skeptískt að gera í kotinu, maður nældi sér í júsí pest í síðustu viku og lá frekar "beyglaður" á afmælinu - en reif sig þó upp í byrjun nýrrar viku, skellti í kökur og heitt í ofni fyrir þá nánustu á sunnudaginn og bauð þeim í RGC einsog amma orðar það (really good coffe)...
Próf, verkefnaskil og skýrslugerðir alveg á fullu - eitthvað svo mikið að gera og aldrei finnst manni tíminn vera nógur...en er það ekki alltaf þannig. Þegar að manni líður vel, hlutirnir eru skemmtilegir og ganga upp þá flýgur tíminn og svo þegar að maður helst vildi að tíminn liði nú aðeins hraðar er einsog himinn, jörð og klukkan sé stopp?
-Nú á mín að vera að læra frá sér allt vit, skila af mér verkefnum fyrir miðnætti og þar sem óbjóðurinn Americans next top model er í imbanum ég búin að skrolla gegnum "skyldulesningu" dagsins er ekkert meir sem ég ætla að pára fyrir ykkur að sinni kveð ég og býð góða nótt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli