...Já í mér býr lítill púki þessa dagana - og ekkert nema bara gaman að því ... nema náttúrulega í þeim tilfellum sem að fólk heyrir púkana tala við sig og fer að svara þeim - get ekki sagt að það séu "my type of púks"....
Ég parkeraði bílnum fyrir utan vinnuna í morgun, var tímanlega í því og sat þess vegna aðeins lengur og kláraði að hlusta á ansi áhugavert viðtal í útvarpinu (ég nenni nú ekki að segja ykkur frá því núna - áhugaverða viðtalinu *heh*).
Fyrir aftan mig stoppa Barbí og Ken (stjörnupar hússins - mjög falleg og fáguð bæði tvö), mér verður litið á þau í b.speglinum, sé þau spjalla aðeins saman, bæði frekar morgunfúl að sjá og eitthvað verið að tala um pickup tíma og stað greinilega (af handabendingunum að dæma)....
Nema hvað Barbí sveiflar hárinu aftur og stingur sér að Ken - ætlar greinilega að halla sér að honum til að kyssa hann inní daginn og kveðja, hún hefur greinilega lokað á kasmírslæðutrefilinn og þegar að hún styngur sér að Ken af fullum kröftum greinilega þá kippist hún til baka - tók sig næstum úr hálsliðnum við þetta allt saman...ég sturlaðist úr hlátri og af svipnum á Ken að dæma þá bætti þetta skapið hans til muna...en ekki hjá Barbí sem að opnaði hurðina í flíti og strunsaði út....
Fyrir nokkrum mínútum hoppaði ég út í 10-11 með samstarfskonu minni því hana langaði svo ógurlega í salatbakka - well við stöndum þarna í röðinni...og ég eins geðveik og ég er verð ég alltaf að fylgjast með öllu og öllum í kringum mig. Við hliðiná okkur í röðinni er svo ekta "töffarapæja" og á móti okkur er gorgeous gæji..það er mjög greinilegt augnadaður og mikið svona flirt í gangi þeirra á milli, sem er náttúrulega bara gaman og gott hjá þeim....Nema hvað í einu augnaflirtinu gleymir gæinn sér í augum ungu píunnar og hellir túnfiski yfir hálfann handlegginn á sér og niðrá gólf, það var roðnað og flissað smávegis -hann begir sig niður kappinn til að þurka upp túnfiskinn og ólíuna sem að svamlaði þarna á gólfinu (hefði pottþétt ekki gert þetta ef að hún hefði ekki verið þarna)...hann voðalega góður, þurkar og þrífur gólfið í 10-11, tími til kominn að reisa sig upp nema hvað hann dúndrar svoleiðis höfðinu í salatbarinn, einhverveginn hrasar og það glymur í öllu batteríinu - þannig að sæti maðurinn situr nú á miðri túnfiskhrúgunni, allur löðrandi í ólíu og með sárt ennið og gellan sem átti greinilega hug hans allan hafði látið sig hverfa þegar að túnfiskurinn (greinilega mannætu) hafði ráðist á upphandligginn á honum - hún var búin að pakka bakkanum, borga og farin þegar að hann loksins skarklappaðist á fætur......þarna aftur missti ég mig gjörsamlega í einhverju hláturskasti - reyndar ásamt hálfri búðinni sem hafði staðið þarna í röðinni og horft á þetta "mökunarferli" sem að misheppnaðist ógurlega....*tíst*
...kanski voru bæði þessi moment svona "you had to be there" - ákvað samt að reyna að deila þessu með ykkur - alltaf gott að flissa smá
Jájá líka flissa af óförum annarra - innana siðferðilegra marka - og já, ég er þannig manneskja, ég hlæ þegar að vinir mínir detta eða labba á staur...vonda ég :)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli