
Kæri þú.
Fyrir skömmu gerðist það í Færeyjum að ráðist var á ungan mann fyrir það að hann neitar að fela þá staðreynd að hann er samkynhneigður og hann neitar að yfirgefa Færeyjar og lifa sem kynferðislegur flóttamaður annarsstaðar,langt frá fjöldskyldu og vinum. Árásin var það alvarleg að hann er búinn að vera á sjúkrahúsi síðan það var ráðist á hann.
Staða samkynhneigðra í Færeyjum er skelfileg og það skelfilegasta af öllu er að Löggjafaþing Færeyinga styður ofsóknir gegn samkynhneigðu fólki. Ég skora því á alla að fara inn á meðfylgjandi tengil og setja nafn sitt á danskan lista sem mótmælir þessu ástandi og skora á Löggjafaþingið að breyta ástandinu. Löggjafaþingið kemur saman í byrjun nóvember og fjallar þá um málið. Láttu þessa frétt berast og hvettu annað fólk til a skrifa sig á listann.
SKRIFA UNDIR
Kær kveðja, Hörður Torfa
Hörður Torfa
Heimasíða: www.hordurtorfa.com
Engin ummæli:
Skrifa ummæli