
...svona miðað við "suddann" sem er úti núna langar manni helst bara að skríða undir feld með góða bók, kertaljós og siríussúkkulaði og halda sér þar bara fram í næstu viku.....hmmmmm - sé það í hillingum.
Ætli stefnan sé samt ekki tekin á eitthvað aðeins meira gefandi (fyrir erfingjann), einsog pollagallinn og náttúran - reikna með því, búin að lofa okkur mæðgur í fjallgöngu á morgun og andargrýtingar einsog vanalega, barnaafmæli á sunnudaginn og hinn vikulegi sunnudagsmatur í húsi Don Harðar
- jújú þessi helgi lítur bara vel út og maður lætur nú ekki smá rigningu skemmileggja neitt fyrir sér...rigningin er líka barasta fín á meðan hún er svon beint niður, svolítið svona einsog í útlöndum...það er svo allt önnur aría þegar að hliðarvindurinn og slabbið er farið að spila inní....
- Kolla manstu eftir kexskápnum heima hjá þér (veit ekki hvort að hann er ennþá....)?
ó well í gær eftir hádegismatinn var kaffi og kex - Þunnt súkkulaðikex frá Frón, ég tók ljúfan bita af því og einhvernveginn þyrlaðist aftur í tímann um svona 18 ár og ég gat bara ekki hætt að hugsa um það, þegar að við komum heim til þín eftir skóla, þú bjóst ennþá í "jólatrésblokkinni" og það var ALLTAF til kex og ALLAR tegundir sem framleiddar eru held ég barasta, manni var boðið uppá djús og kex - man ekki af hverju það var ekki mjólk, drekkurðu ekki mjólk??
Allavegana þá man ég að kexið sem að ég fékk í hádeginu í gær var uppáhaldskexið mitt þegar að ég var "yngri/lítil" og ég fékk það alltaf heima hjá þér...
Þetta fékk mig svona pínu til að hugsa og ég held að ég geti tengt mat við fólk alveg einsog sumir tengja lög og tónlistarmenn við fólk (ég geri það auðvitað líka) en matinn tengi ég auðveldara einsog t.d. Tóta frænka eeeeelskaði Malta súkkulaði, Tab í flösku, ostapopp og kartöflugratín og í hvert skifti sem að ég sé einhvern borða þetta eða finn lyktina af þessu þá verður mér alltaf hugsað til hennar....bara gaman að því....held ég eigi svona tengingar við alla vini mína...*heh*
- Ég er ekkert skrítin skrúfa, neinei....Góða helgi öllsömul.....
1 ummæli:
- já eða mamma þín er göldrótt - því að ég er viss um að kexið óx þarna inni og ég trúi því enn þann dag í dag ;)
-kanski verður þú líka göldrótt þegar að þú ert orðin aaaaaðeins stærri ;)
Skrifa ummæli