Úff í dag stendur tíminn svo algjörlega í stað - líður hvorki of hægt né nægilega hratt og í dag er líka svona dagur þar sem ég nenni ENGU - kanksi af því að það er svo mikið að gera *heh*, gæti verið.
Nýja skipulagið í vinnunni er að gera góða hluti, eða á eftir að gera góða hluti held ég, þarf að gefa þessu smá tíma til að þróast..þetta er allt að rúlla af stað og rúllar algjörlega í þá átt sem ég hafði vonað "perfecto".
Ég verð að viðurkenna að samstarfslufsurnar í nýja "teyminu" eru misskrítnar og mjög ólíkar þeim gömlu, sakna gamla "teymisins" (elska orðið TEYMI *heh*) en á móti kemur að ég er í betra vinnurími, ég er eyrnamerkt því djobbi sem ég hafði alltaf þráð, ég er nær óléttu lufsunni og get því truflað hana oftar yfir daginn og hef fengið fleiri hrós (og/eða öðruvísi) frá nýja yfirmanninum á 2 vikum en þeim gamla/eldri á 4 mánuðum...
Jebbs - get ekki sagt annað en að lífið sé eitt "bubblubað"...
Ég nefnilega lifði einu sinni á því mottói eða þeirri svörun (jájá, maður á "mistöff" tímabil í lífinu *heh*)
"maður verður ekki hreinn af því einu að hugsa um það að fara í bað, maður þarf actually að fara ofaní baðið" ... og núna er ég á bólakafi í notalegu heitu bubblubaði "and i´m lovin' it"
John Lennon sá SNILLI hefði átt afmæli í dag..það sem ég vildi óska að ég hefði verið uppi á "hans" tíma - hefði maður skellt sér á nokkra tónleika - jebbsí!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli