
Jæja þá er maður "alveg" lentur - tekur alltaf góðan sólarhring að sætta sig við það að vera komin heim, alveg burtséð frá því að "heima er best".
Ferðin gekk ótrúlega vel og var alveg frábær í alla staði (skelli inn myndum seinna). Ég held að Gamla Stan sé með rómantískari stöðum sem ég hef farið á, hefði ekki verið leiðinlegt að labba þarna um með "betri eða hinum helmingnum"...minti mig allt svolítið mikið á gottneska hverfið í Barca nema hvað húsin eru öll svona fallega rústísk á litin - klædd í haustlitina, göturnar langar og mjóar, kaffiilmurinn lá út frá öllu litlu fallegu kaffihúsunum, ilmurinn af nýbökuðu morgunbrauði eða heitu súkkulaði lá í loftinu....grrrr.....þetta er himneskur staður.
Tala nú ekki um öll galleríin, og listaverkin sem að príða borgina.....já, þessi staður er algjört augnkonfekt og ég mæli eindregið með að þið farið þangað einn daginn, sérstaklega á þessum tíma þegar að allur gróðurinn er í þessum rauðgulu litum *namm* .
Myndi alveg vilja hafa eitt svona hverfi hérna í henni Reykjavíkinni - þar sem maður gæti bara stungið af inní og út úr allri brjálæðinni einsog aftur í tímann, röllt á milli gallería, búða, kaffihúsa og alveg gleymt stundarbrjálæðinu og tímaLEYSINU sem hrjáir landann.....síðan þegar að maður væri komin með nóg af afslappelsinu gæti maður rölt aftur 5 mínútur inní brjálæðina og nútímann - ekki það að mig myndi langa það !
Tónleikarnir með George voru bara hin mesta snilld - einsog ég sagði fyrr þá hef ég aldrei verið neinn brjálæðislegur fan en "o dear lord" hvað hann setti upp flott show og söng vel...viðurkenni það fúslega að hárin risu og gæsabólurnar gerðu vart við sig á nokkrum stöðum...síðan hefur maður verið raulandi lögin hans síðan á sunnudaginn......bara ljúft....æi já, ég er búin að dingla fótunum af bleika skýjinu síðan að ég kom heim...og ég veit ég fer aftur - bráðlega...
Ég get mælt hiklaust með 2 mjööög góðum veitingarhúsum, bæði í Gamla Stan Magnus og La Cantina (fann ekki heimasíðuna þeirra)
2 ummæli:
Sæl og bless!!! Fer nú að kíkja til þín í annan Cefé con Leche, og skila þér þáttunum!! Bið að heilsa skvís!
...úúú því fyrr því betra ;)
Skrifa ummæli