07 mars 2006

..vanmáttug og tóm...

..í október á síðasta ári skellti ég mér til s-ameríku á flakk og það var yndislegur tími...
..var viðstödd brúðkaup bestustu vinkonu minnar, var við fæðingu fyrstu dóttur þeirra (guðdóttur minnar)og hjálpaði þeim að velja og innrétta húsið þeirra sem var í smíðum..hamingjan, gleðin og tilhlökkunin var alsráðandi...
..núna rúmum 4 mánuðum seinna er húsið farið vegna flóða og dóttirin dó í nótt vöggudauða og held að sé lítið meira reynandi á hjónabandið...
..mér finnst ég svo vanmáttug og tóm...finnst alveg óþolandi að geta ekki verið þarna...nema í huganum. Alveg með ólíkindum hvað svona hlutir eru alltaf "lagðir" á sömu manneskjurnar - fattiði mig? ... er með kvíðahnútinn í maganum að þurfa að hringja á eftir, veit ekki hvað maður getur sagt - það skiftir örugglega engu máli akkúrat núna hvað maður segir en samt skiftir það örugglega öllu....æi lífið er yndislegt en bara eitthvað svo mis fallegt og erfitt...

Engin ummæli: