gleðilegan mánudag litlu dýr..
....jæja, yndisleg helgi afstaðin og ný vika að byrja...úfff - það er svoooo kalt. Einhvernveginn svona kuldi sem að maður nær engan veginn að klæða af sér, frost inn að beini alveg..
Væri alveg til í að liggja heima, undir sæng með heitt kakó, góða bók eða einhvern hrylling í tækinu...namm...
Vona að helgin hafi runnið ljúflega niður hjá ykkur öllum..."árhátíðarvertíðin" alveg á fullu og fólk á árhátíðum aðra hverja helgi, fyrst sína eigin og síðan hjá makanum eða eru "lánsmakar" hjá vinum..
...alveg finnst mér magnað hvað fólk getur eytt mörgum peningum í þetta "game"...þekki til einnar sem skellti 58 þús á kortið fyrir þessa kvöldstund..þá erum við að tala um nýjan alklæðnað og allar þær lagningar sem ein kona getur farið í ....hmmm...til hvers? Ég veit að maður vill vera "mjög sætur" þetta kvöld - en er þetta kvöld sem þið takið á "hlaðgreiðslum", er ógó normalt að eyða svona mörgum peningum í þetta og ég bara svona nísk eða ?? .... skiliggi...
Veit bara að Hótel saga er á dagskránni hjá mér næstu helgi, ætla að vera í sætari kantinum, hlakka mjög mikið til og ætla EKKI að eyða tugum þúsundum í þetta kvöld...
...skál fyrir frábærum mánudegi!!
afmælisbörn dagsins og helgarinnar..
...mig langar að nota tækifærið og óska afmælisbörnum helgarinnar þeim Æsu Maximuzi og Bárunni til hamingju með afmælið á laugardaginn - vona að dagurinn hafi nú verið góður við ykkur...og síðan henni Villý til hamingju með daginn í dag - vona að hann verði jafn góður við þig og veðrið og leiðinlegt *glott*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli