08 mars 2006

..nýr dagur, nýtt upphaf...allt uppá nýtt...

..jæja vaknaði á yndislegu hlið rúmsins í dag - þannig að það liggur bara vel á minni...
Hringdi blessaða símtalið í gær, gekk bara eins vel og hægt er miðað við...í ofanálagt þeir sem þekkja mig vita að ég er með 3ja stigs símafóbíu og óþol - held þetta sé andlegt ofnæmi...einkenni mín af þessu ofnæmi eru helst að það lokast fyrir eyrun, óendanleg löngun í að símtalið taki enda, hver mínúta er heila viku að líða....æi ég veit það ekki - mér finnst frekar pointless að tala í síma...mig langar svo að sjá svipbrigði og hendurnar á fólkinu sem er að tala við mig...ja nema kanski fólkinu sem hringir frá Galúp - hef enga stjarnfræðilega löngun í að sjá líkamstjáningar þess *heh* hvað þá tala við það...og við skulum ekki einu sinni fara út í "leyninúmerin"...úfff
...æi ég þarf örugglega að finna mér einhver samtök og "vinna með þetta" ... það eru til samtök og stuðninghópar fyra allt....(sem er frábært - segi það ekki)...
P.A.
"Halló, ég heiti Urður og ég tala ekki í síma..."
"Halló, Urður"
.....og svo faðmast allir...veiiii

....allavegana - kl. 10:30 er að gerast spennandi hlutir hjá mér...svo að nú er það bara að anda rólega og bíða spennt...
Gleðilegan miðvikudag...

...Dillz - só glad jú fánd mí *heh* !!

Engin ummæli: