..úffa skrítin tilfinning - bara 2 dagar eftir vinnunni, í næstu viku byrjar ný vinna, ný verkefni, nýtt fólk að kynnast - spennandi - núll punktur!
Ég er svo spennt og svo stressuð á sama tíma, undarlegt...kvíði hálfpartinn fyrir að kveðja fólkið sem ég vinn með því að þau eru algjörar perlur og örugglega með betra samstarfsfólki sem að ég hef unnið með um ævina, stressuð að vera að fara úr vinnu þar sem ég kann allt það sem ég er að gera 145% og eeeelska það sem ég er að gera...og að byrja uppá nýtt að læra, ekki það að það sé ekki bara gaman að læra nýja hluti - æi bara alltaf pínu erfitt og stressandi að vera "nýja gimpið"...en djö skal ég liggja yfir bókum/bæklingum/heimasíðum/gögnum og skýrslum um helgina svo að ég geti nú kanski bara mætt og byrjað ekki alveg á 0-punkti, kanski á 0,2...*heh* þá líður mér betur, já svona getur maður verið brenglaður, ha?!?!
Ég höndla vinnutengda þáttin alveg en það er mannlegi þátturinn sem að hræðir mig - þið sem að þekkið mig vitið hvernig ég er "FEIMIN" og félagsfælin með meiru...en það er bara verkefni sem ég hlakka til að takast á við líka, jújú - lít á þetta allt saman voða björtum augum og hlakka meir til en ég er stressuð og hrædd *heh*
Vona að dagurinn verði góður við ykkur ... og jájá lofa að fara að svipast um eftir "bloggandanum"...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli