Hlú hlú ..
Jæja manni tókst með herkjum að skríða undan feldinum í gær...úff hvað það er nú ljúft að komast aftur út á meðal fólks...Mér tókst nú samt í veikindum mínum að verðlauna mig pínu (þar sem að maður náði prófunum og svona *bros*), hafði samband við ætteiðingaskrifstofuna "Pennann" og ættleiddi lítinn prins af "Dell" ættum....úff hvað hann er fagur....hef gefið honum nafnið Nói *bros*.
Maður þarf víst að eiga tölvu ef að maður er í fjarnámi.....djö er orðið dýrt að vera í menntó - ég er ekki að segja að það hafi e-h.tíman verið ódýrt en shit......nú eru krakkarnir ekki menn með mönnum nema eiga fínustu fartölvuna og það er hálf plebbalegt að kaupa notaðar bækur........."hvað er það"......ótrúlegt að sjá hvernig litlu baunirnar þeirra virka......að sjá krakka koma inn þar sem að mamma og pabbi borga brúsann og síðan krakkana sem að standa að þessu öllu sjálf......dísus....það er hálf "sick" munurinn á hugarfarinu þar.....
En nóg um það.....ítalirnir skríða um bæinn einsog litlir maurar, flestir súrir eftir leik gærdagsins eða kanski bara þunnir eftir að hafa verið að drekkja sorgum sínum í gær...ítalir eru yndislega fyndið fyrirbæri.....got to love them....þessir litlu naggar halda að þeir séu mest sexy menn sem að fyrirfinnast....heheh....allt í lagi að leifa þeim það þessum greyjum....er samt viss um að það verði svaka ástand í Ítalíu næstu daga (þegar að þetta fólk er allt komið til síns heima) - það verða örugglega flest allir frá vinnu vegna eymsla í hálsi og höfði eftir allar þessar biltur og snúninga....þegar þeir/þær horfa á eftir öllum þessum ljóshærðu fögru fljóðum sem að ísland hefur uppá að bjóða...heheh
Jæja, ætlaði bara svona að láta heyra frá mér....vona að þið hafið það gott í dag...........
Engin ummæli:
Skrifa ummæli