..jæja, ég stimplaði mig inn úr sumarfríinu í gær....sál og líkami ekki alveg að starfa saman sem skildi, þó að ég sé mætt til vinnu er ég engan veginn hér...úfff....tekur örugglega smá tíma að komast í gírinn aftur...líka þegar að veðrið er svona...bærin alveg á iði...
Annars var sumarfríið alveg súper...naut mín alveg í botn...og ekki frá því að maður sé bara nokkuð brúnn og sáttur við fríið...maður fór út fyrir steypuklessuna eins mikið og maður gat, var alveg ótrúlega dugleg að læra...(úff lokapróf eftir 2 daga..shit)... já það gerðist svo mikið og merkilegt í fríinu...segi ykkur frá því betur svona hægt og rólega held ég...ég og erfinginn fengum marga góða sólardaga saman... maður borðaði ALLT of mikið af góðum grillmat (..eða er hægt að borða of mikið af góðum mat..hmm?)...Baðvogin tók mig allavegana á eintal eftir sumarfríið og tókum við þá ákvörðun stöllurnar (ég og vogin ss) að vinna aðeins á grillmatnum...
Þannig að nú er maður bara á fullu í æfingunum hehehe...
En jæja - nú er bara að sjá hvort að bloggpúkinn komi aftur úr sumarfríi...ég bið bara að heilsa ykkur og vona að þið hafið haft það alveg yndislegt...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli