30 ágúst 2004

Gleðilegan mánduag öll sömul...

Vona að helgin hafi verið góð við ykkur....og að allir séu nú vel úthvíldir og tilbúnir að takast á við nýja viku!!
Helgin mín var algjört æði...ég, mamma og erfinginn vorum einsog samvaxnir þríburar alla helgina - gerðum hluti sem að við erum búnar að humma af okkur allt of lengi og heimsóttum fólk sem að við höfum verið mjög lélegar í að heimsækja....æi bara alveg ótrúlega nice...síðan var veðrið svo gott og allir svo glaðir
!! Pínu spæld að hafa ekki komist í Ölfushöllina að horfa á krýninguna "kýr 2004".....hehe...snilld...allt er nú til - enn þetta er víst menning allstaðar annarstaðar svo að þetta verður víst að vera menning hér líka sagði hinn ágæti (eða ekki) maður Guðni Ágústsson í fréttunum....já það er nú einsgott að vera og gera örugglega allt einsog hinir!!
Úff, en jæja - búin að stimpla mig inn í nýja viku sem að leggst svona blússandi vel í mig....

Engin ummæli: