....alveg finnst mér það erfiðustu spurningar sem að fyrirfinnast..."Hvað er uppáhalds maturinn þinn?"..."Hvað er uppáhalds bókin þín, myndin, lagið, litur, hljómsveitin/bandið, árstími...?"
Æi þið vitið...ég var spurð að þessu í gær og gat ómögulega svarað en komst svo að því að spyrjandinn hafði ekki hugmynd um sitt uppáhalds neitt heldur...held ég hafi spurt alla sem að ég þekki og hafa orðið á vegi mínum í dag og engin á sitt uppáhalds...eða sagt með vissu - fólk segir alltaf eitthvað en hætti svo við..."Humar er bókað uppáhalds maturinn minn - eða nei - lærið hennar mömmu - eða nei nautakjötið sem ég fékk á...."
Úff, ég er svo þrjósk og skal koma hér með lista yfir allt mitt uppáhalds.....(þó það taki alla ævi...*bros*)
Engin ummæli:
Skrifa ummæli