...ég skora á alla þessa amerísku gaura sem eru að gera þessa vægast sagt ömurlegu raunveruleikaþætti (einsog Survivor) að koma til Íslands....Bara líf meðal Gunnars í Reykjavík (eða jú nó hvar sem er á landinu..) er nógu súrt til að gera góðan þátt...
Auðvitað ynni sá sem að hefði það súrast og gengi sem verst í lífinu....skuldir hans yrðu greiddar..víííí...
Þið vitið að það er alltaf svona drama kafli í Survivor þar sem að fjölskyldan kemur og étur pöddur og kúgast og svona (ótrúlega gefandi...)..well í þessum þætti kæmi e-h úr fjölskyldunni eða vinur og gæfi keppandanum svona fjárhagslegt sjokk...þið vitið.....sonur e-h lét lán falla á pabba sinn (keppandi), dóttir einnar þarf að fara í mega tannviðgerðir og svona (fjöllan má náttúrlega engan veginn við því), sonur einnar er spilafíkill og mamma (keppandinn) þarf að borga skuldirnar "pronto" eða fær handrukkara með hamar í heimsókn...æi þið vitið bara þetta normalbrauð í lífi íslendinga...Síðan eru alltaf svona "friðhelgiskeppnir" og þá yrðu settar upp svona alskyns þrautir...*lifðu á 15-20 þúsund út mánuðinn (meðal fjöllan eða einstætt foreldri)..sá sem að kæmi best út úr þessum þrautum fengi einn skuldlausann mánuð ("friðhelgina)...síðan auðvitað yrði alltaf e-h kosinn úr hópnum....
Já börnin góð, ég er öll í því að koma þessum þætti á laggirnar...heheh...Er komin með nett ógeð af því að heyra menn með nokkur hundruð þúsund á mánuði segja "það er vel hægt að lifa á ...... á mánuði" ... Börnin fá Vísakort og yfirdrátt í vöggugjöf .... og og og og.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli