01 júlí 2004

..hugarflugsdiktafónn..

...alveg er það merkilegt hvað maður getur verið frjór (í bauninni) svona þegar að maður er að fara að sofa á kvöldin, eða eignlega alveg sama hvaða tíma dags - bara svo lengi sem að maður er að reyna að sofna..hugsanirnar halda fyrir manni vöku. Í gær var ég að fá alveg svakalegar hugmyndir og var svona að velta því fyrir mér á meðan að ég lá þarna hvort að maður ætti nú ekki að skrifa e-h af þessu niður, auðvitað nennir maður því engan veginn þegar að maður er komin undir sængina, í réttu stellinguna.....Í morgun þegar að ég vaknaði ætlaði ég mér aldeilis að skrifa niður þetta sem að ég hafði verið að hugsa um í gær en ekki fræðilegur að ég myndi það....hafði ekki einu sinni græna glóru um hvað ég hafði verið að hugsa...þetta er alltaf að gerast...held ég þurfi að fara að kaupa mér diktafón og hafa hann undir koddanum hjá mér...ekki slæmur bólfélagið það *bros*

Engin ummæli: