05 júlí 2004

...The reason...

er gott lag sem að ég er með á repeat þessa dagana...man ekki hvað hljómsveitin heitir...eitthverju furðulegu nafni...e-h við rödd söngvarans sem að heillar...hmmm veit ekki...ekki alveg mín týpa af tónlist so far en ég meina hlutir, fólk, smekkur og skoðanir geta víst breyst..hef ég heyrt.
...Er á pínu krossgötum í lífinu þessa dagana..veit ALLS EKKI í hvaða átt ég á að fara..og að maður sé áttavilltur að eðlisfari er ekki að hjálpa..hmm..en ég fæst víst svör á föstudaginn...heheh...síðan er líka svo gott fólk í kringum mann sem að hjálpar manni að rata þegar að maður er villtur..maður þarf víst bara að kyngja stoltinu stundum og biðja um hjálp, er það ekki málið....
En lífið er bjart í takt við sólina sem að skín á borgarbúana í dag...átti alveg YNDISLEGA helgi með úber GÓÐU fólki....ég, erfinginn og gíraffinn verðum víst í e-h bók-ljósmyndabók eftir e-h norðmann....svona svolítið svipaðri og "íslendingar" sem að var að koma út núna...já maður gerðist bara módel í góða veðrinu í gær...gaman að því....svo fékk ég þær fréttir að ég er kanski, vonandi, held það komin með íbúð í september ef guðirnir lofa...æiæiæi...gleði gleði í höllinni bara...
Bið að heilsa ykkur að sinni...fáið ykkur ís með "lúxus" dýfu í tilefni dagsins...

Engin ummæli: