18 febrúar 2004

...vængir...

Jæja mín bara búin að taka nýja lúkkið í sátt á síðunni...hvítt alltaf svona frekar hlutlaust og maður ætti nú ekki að fá leið á því strax (vonandi)...
Vaknaði OF seint í morgun, hringdi alveg hálfrugluð í vinnuna og boðaði mig seina og allt það mætti svo bara krumpuð og ennþá með koddafar á kinninni - eða bara koddann ennþá fastann við kinnina ... ótrúlega sætt...var alveg hálf ringluð þar til að vinnudagurinn kláraðist...
Er föst í einhverju svona draumaofsa þessa dagana, dreymir svo mikið að ég vakna þreyttari morguninn eftir...frekar súrt og óþæginlegt!! Það mætti segja að ég hafi verið að telja rollur í alla nótt því að ég var stödd í réttum að brennimerkja rollur....ekki alveg jafn hugljúft og lítil sæt lömb valhoppandi yfir einhver sæt grindverk.... En brennimerkingarnar virkuðu í endann...
Jæja er að fara að taka mig til, er að fara að hitta Ágústuna mína "Þríslinginn", höfum ekki mikið hist í langann tíma og höfum því mikið að fara yfir....bara hugljúft trúnókvöld frammundan...
Ég bið bara að heilsa ykkur í bili.
knús
Urðsi

Engin ummæli: