08 febrúar 2004

...fjarlægðin gerir fjöllin blá...

Já minn svona "happyplace" er undarlegur staður...muniði eftir myndinni þarna með Andam Sandler þar sem að hann átti að finna sinn svona stað í huganum - sinn svona "happyplace"...welly ég komst að því að minn er Seyðisfjörður...og þá einna helst fjallið Bjólfur sem að þar trónir yfir öllu...úff ekkert smá fallegur, kyrrlátur og gefandi staður...Ég var þarna yfir páska einu sinni (fyrir 2 árum síðan að mig minnir) og ég held að ég geti með sanni sagt að mér hefur sjaldan liði jafn vel….
Það kom upp sú staða um daginn að ég þurfti alveg ótrúlega á því að halda að komast bara burt í smá tíma, aðeins að hreinsa hugann, vera ein…skiljiði..
Mín lagðist bara uppí rúm, lokaði augunum og vitir menn ég fór bara allt í einu til Seyðisfjarðar…fann alveg angann af sjónum, hafgoluna í hárinu…var allt í einu bara stödd við litla eldhúsborðið hjá henni Elsu og Didda, með kaffibollann við hendina og dagbókina fyrir framan mig…..dró gluggatjöldin aðeins frá – horfði út um gluggann og þar blasti hann við mér, Bjólfur. Ótrúlega grár og drungalegur en samt svo fallegur og hlýr.Það var einsog það væri svakalega þungskýjaður dagur en samt skein sólin, hlíðarnar voru grænar en samt var snjór í þeim…….æi …. Get ekki lýst þessu…..þetta var bara alveg ótrúlegt, fannst ég vera þarna…..ég vaknaði alveg endurnærð og alveg ótrúlega glöð í hjartanu…
Allaveganna það sem ég er að reyna að æla út úr mér er að ég mæli með því að allir finni sér svona lítinn stað sem að þeir geta flúið á….farið til þegar að þeir eru svona pínu tómir og kanski ráðþrota….*bros* Vildi óska að ég gæti lýst þessu eða útskýrt það sem að ég er að reyna að segja….bla bla bla….Þetta er allaveganna ódýr ferðamáti…..”svetlysexpress”…*glott*
Helgin er allaveganna búin að vera fín, var að mestu í náttfötunum í allan gærdag og naut þess alveg í botn, horfði á Idolið og Svínasúpuna…hihii….já ég held að ég sé orðin háð þessum Simon sem er í American Idol, finnst maðurinn algjör snilld bros…..veit samt ekki alveg hvort að mér fyndist hann einhver snilld ef að þetta væri ég sem að hann væri að taka svona í kakó… J Já svo var það Svínasúpan, það var alveg ótrúlega fyndið atriði hjá þeim í gæri sem að tengdist svona “bloggnördum” einsog maður er sjálfur….hhihi, ég hélt að ég yrði nú ekki eldri..æi ég er alveg farin að tala í hringi af þreytu, ætla bara að fara að skríða í bólið…bið bara að heilsa ykkur öllum að sinni…
Kv.
Urðsi

Engin ummæli: