13 febrúar 2004

...rokrass...

Fólk fýkur framhjá svona einsog fjöðrin í "Forest Gump"...kanski ekki með jafn hugljúft lag í undirspili en samt...
Já í morgun þegar að ég var að skutla lillu til dagmömmunnar sá ég lítinn dreng á gangi yfir göngubraut, hann var með skólatösku sem að var 3 sinnum stærri enn hann og var svona einsog segl í þessu brjálæða roki sem að er úti... hann svona henntist yfir götuna og datt svo með þvílíku höggi á gangstéttarbrúnina, bílaröðin sem að var stopp var mjög mjög löng og enginn fór út til að hjálpa greyi barninu...nema auðvitað ég..."here she comes to save the day"...fólk horfði á mig einsog ég væri nú eitthvað verri....wellý ég tók litla strákinn og skutlaði honum í skólann....ég hef bara sjaldan séð jafn þakklátann lítinn 6 ára strák á ævinni...hann greyið ótrúlega lítill, mjór, hrakinn, kaldur og veðurbarinn með skurð á kinninni þakkaði mér fyrir með tárin í augunum....vááááá....þið getið ekki ýmindað ykkur hvað MÉR (sjálfhverfa konan *glott*) leið vel á eftir...
Þá er allaveganna eitt góðverk dagsins komið....bíð spennt eftir einhverju öðru...hihihhi
Úff lennti í horror í gær...eða það var lítill krimmi sem að skaust inn á bakvið hérna í vinnunni og stal töskunni minni...hann sást á videoi, hann fer í alla vasa og gramsar eitthvað og labbar svo að töskunni minni sem var notabene inní herbergi inní hillu...síðan trillar minn maður bara út....argggg..hvað ég varð brjáluð í skapinu þegar að ég fatta að taskan mín var farin...hann tók EKKERT annað, bara töskuna mína...hmmm...labbaði framhjá fullt af fengilegu dóti og nokkrum öðrum töskum...hihihi....við hljótum bara að vera með svona líkan töskusmekk ég og krimminn....
Ég er að vona að finni það í sér að borga reikningana mína sem að voru í töskunni....haldiði að hann geri það ekki??
Ég sé nú samt einna mest eftir dagbókinni minni sem að var þarna í....þar eru öll mín dýpstu leyndarmál...úfff....
Hey þú, krimmster..ef að þú lest þetta, máttu eiga allt sem er í töskunni, snyrtidótið, gleraugun, peningana, reikningana...æi bara allt EF að þú skilar dagbókinni...díll???
Jæja verð að fara...er að leysa af í mat, ætla að fara að sjæna smá hérna...bið að heilsa ykkur að sinni...

Engin ummæli: