20 febrúar 2004

...bleik náttföt og afslappelsi....

...engillinn minn sefur vært, Friends og Idolið búið....bleiku náttöfin alveg að blíva...er að reyna að slíta mig frá "King Pin" (eða hvað sem að hún heitir nú aftur), ekki alveg að takast....finnst þetta alveg óhemju skemmtileg mynd....og ég elska Bill Murry...
Úff það var algjör "mis" dagur í dag...ég sá 3 manneskjur sem að ég vissi í alvöru ekki hvort að væru karlmenn eða kvennmenn...úfff...ég gat ekki hætt að stara, bara til að reyna að sjá út einhverjar hreyfingar, takta...eitthvað sem að bennti til hvors kyns manneskjan væri, en allt kom fyrir ekki...þær voru allar "IT"....úfff...finn til með svona fólki, en svo veit maður aldrei nema að þessi manneskja sé bara ótrúlega sátt við lífið, tilveruna og sjálfa(n) sig....og þetta séu bara einhverjir ógó fordómar hjá manni...æi ég veit ekki...
Í dag varð hún Kollan mín stoltur íbúðareigandi og ég alveg að springa úr ánægju og stolti með henni, hlýtur að vera frábær tilfinning að eiga íbúð, alveg einn og sjálfur....juuu hvað ég hlakka til þegar að ég upplifi það!! Úff ég samgleðst ykkur öllum sem að eruð nýbúin að eignast ykkar fyrstu íbúð!!
En jæja, best að ráðast á fjarstýringuna og ýta á "off" takkann...skríða í bólið og njóta þess að hlusta á veðrið berja gluggana....
Dreymi ykkur öllum fallega.....og skemmtið ykkur fallega þið sem eruð út á lífinu...
Hasta pronto guapitos..

Engin ummæli: