04 febrúar 2004

...til mæðu...

Hlú hlú gott fólk og gleðilegan miðvikudag....já það er nú bara allt hið besta að frétta af mér...vikan hálfnuð og líður ekkert allt of hægt einsog svo oft áður...já stundum líður manni einsog tíminn standi bara í stað eða fljúgi framhjá manni.....aldrei neinn millivegur á hlutunum *bros*...held ég sé að upplifa það í fyrsta skipti í mörg mörg ár þar sem að tíminn líður bara einsog hann á að líða...bara á 60 - löglegum hraða...og er að fíla það alveg í ræmur...
Bókaútsalan er bara á fullu og mér finnst það æði, elska það þegar að fólk sem á kanski minni pening enn aðrir geta keypt sér fallegar og góðar bækur á góðu verði...æi ég elska útsölur, þó svo að ég verði að viðurkenna það að ég er nú ekkert allt of dugleg sjálf að fara á útsölur, er bara frekar ódugleg við að fara og versla...hmmmm....sem betur fer, er bara frekar ódýr í rekstri held ég *hihihii*...
Það er víst kominn matur hjá henni Hrafnhildi minni á pallinum þannig að ég þarf að fara fram í búð að leysa af....elska það að leysa af á Pallinum, gaman að takast á við elskulega túrista sem ganga í gríð og erg á glerrennihurðina...hihihihi....einsog maðurinn í gær sem að labbaði í tvígang á helvítis hurðina..."hvað er það".....ég átti mjög bágt með að halda andliti...beið samt voða kurteisislega eftir að hann var farinn og grét svo bara úr hlátri...
kveðjur
Urðsi

Engin ummæli: