07 janúar 2004

Fallegar hugsanir allstaðar að.....

Úffa úffa hvað maður á nú fallega að og góða og fallega vini....maður er bara alltaf að gera sér meir og meir grein fyrir því á hverjum degi...bara gaman og gott *brosútaðeyrumíallandagkall*
Hún Gönnsý yfirmaður minn var semsagt að gefa mér pakka (alltaf gaman að fá pakka), hún er svo mikil manneskja þessi elska, heppin ég að hafa hana sem boss og vin!!
Hún gaf mér alveg ótrúlega fallega bók (sem að ég vissi ekki einu sinni að væri til fyrr en núna rétt áðan) og fallegt kort...þar sem að það fylgdu svona einsog einskonar leiðbeiningar með bókinni, eða svona útskýring ... úff get ekki útskýrt það.... er búin að vera að glugga í þessa bók og úffa hvað hún er falleg, þung, hreinskilin....þetta er ensk ljóðabók eftir "Ted Hughes"
Gef ykkur dæmi.....
Kortið: Ted Hughes er frægt breskt skáld sem hefur samið ljóð, skáldsögur og barnabækur. Hann var giftur Silviu Plath, þau voru afar þekkt hjón enda bæði vel metin skáld. Sylvia var þunglynd og hjónabandið oft stormasamt. Það vakti mikkla athygli þegar Ted tók saman við aðra konu og skildi við Sylviu. Sylvia féll í mikla ástarsorg og tók skilnaðnum mjög illa. Sorgin varð einsog olía á þunglyndiseldinn. Þegar hún svo framdi sjálfsmorð kenndu margir honum um og var hann gagnrýndur fyrir að hafa ekki staðið með sinni konu og flúið í arm annarrar. Ted tjáði sig aldrei um þetta og svarði engum skömum. Mörgum árum síðar gaf hann út þessa ljóðabók. Hún er uppgjör hans.....
Bókin - ljóð :
"Fidelity"

....She and I slept in eachother´s arms,
Naked and easy as lovers, a month of nights, Yet never
once made love. A holy law
Had invented itself, somehow, for me.
But she too served it, like a priestess,
Tender, kind and stark naked beside me.
She traced out the fresh rips you had inscribed
Across my back, seeming to join me....

æi úff...hvert ljóð er nú bara margar blaðsíður, einsog litlar smásögur...falleg og hrein...maður fær alveg gæsabólur um allann líkamann...mæli með þessarri bók fyrir fólk sem hefur áhuga og gaman að ljóðum....
Jæja ætla að fara að gubbast heim til mín í þessu ógeðis veðri....
kossar og knús
Urðsi


Engin ummæli: