Góðan daginn hamstrarnir mínir....já vá hvað síðasta færsla var nú löng og um ekki nokkurn skapaðann hlut...stundum verður maður víst að fá smá útrás fyrir öllu og engu....gott að losa svona smá...
Ég hitti Diljá um daginn og hún var semsagt að leita sér að bók....wellý hún var að fara í rútuferðalag og langaði að hafa góða bók við höndina á meðan að hún legði nú upp í þetta ferðalag.....rútuferðalag....heyriði það ... rútuferðalag....hvað er langt síðan að ég hef heyrt einhvern segjast vera að fara í rútuferðalag...vá .....mig langar í rútuferðalag.....nei maður er víst orðin of góður fyrir rútur...ferðast bara í einkabíl eða flugvélum....í gamladaga (ef svo má að orði komast) fór maður með spenningi niðrá BSÍ, keypti sér rútumiða og beið ekkert smá spenntur eftir að þetta ferðalag hæfist.....fyrir svona 3 mánuðum hefði ég ekki getað hugsað mér að fara í rútuferðalag en í dag er ég að deyja því að mig langar svo að fara í rútu, með goða bók, vasadisko og pínu svona namminesti....guð....já já svona getur maður verið geðveikur.....fór einu sinni alla leið til "costa del Ríben" (Raufarhafnar) í rútu.....það er nú samt kanski einum of mikið af því góða....
Stefnan er tekin á 1 rútuferðalag í sumar.....víííí...hlakka ekkert smá til...
Kveð ykkur að sinni
Engin ummæli:
Skrifa ummæli