14 janúar 2004

...gleðilegan mið-viku-dag...

Jæja bara komin mið vika, vá hvað tíminn líður....Kollan mín bara að verða hálf fimmtug (einsog hún orðar það svo fagmannlega sjálf *glott*) á laugardaginn næsta...já 25 ára stelpan...mikið djamm og gleði á dagskrá þann daginn!! Við stöllurnar fórum í gær til Ölmu megasvísu í naglalagfæringu og alles...það verður nú allt að vera á sínum stað þegar að afmælisdagur drottningarinnar rennur upp *bros*.....
Annars er bara allt hið besta að frétta...miklar breytingar í aðsigi, en breytingar til batnaðar...allar breytingar eru góðar og hollar fyrir sálina....jebbs...
Skólabókaflóðið er svona smátt og smátt að fjara...og nú byrjar bókamarkaðurinn í næstu viku, guð hvað ég á eftir að þurfa að halda fast um budduna mína, svo mikið af fallegum og góðum bókum á vægast sagt fáránlegu verði....hvet alla bókaorma, og auðvitað bara ALLA að koma og kaupa sér góða bók *sölumansenglabrosdauðans*!!!
Stuttlingurinn minn var að byrja hjá yndislegri dagmömmu, fyrsti dagurinn í gær, svona aðlögunarvika hja henni....gengur einsog í sögu eftir að ég fer á morgnanna (í gær og í dag ss) en hún var ekkert smá fyndin dóttir mín, ég fór semsagt og sótti hana uppí Nökkvavoginn í gær...labbaði alveg svona stolt uppað húsinu sá þær í glugganum að bíða eftir mér (ótrúlega bíómyndarlegt allt saman)...dagmamman veifaði mér og var að reyna að fá englabossann til að gera slíkt hið sama en mín kona bara horfði á mig, snéri sér undan og fór í netta fílu....hihhih og hún var í fílu í alveg hálftíma....horfði ekkert á mig, og sagði ekki orð...hihihhi....ég las bara út úr svipnum á henni "Þú skildir mig eftir tíkin þín og svo ætlastu bara til að geta komið og sótt mig aftur þegar að þér hentar.....æ dónt þink só"
...svo jafnaði hún sig og fór að tala við mig aftur ... allt er gott sem endar vel...
En jæja ætla að fara að vinna einsog mófó, reyndar að fá "úngfrú pólu" með mér út í sígó fyrst....
Vona að dagurinn verði góður hjá ykkur öllum....
Knús allan hringinn
Urðsi

Engin ummæli: