18 júní 2002

*Tilhamingjumeð17júníbros*
Jæja jæja.....17 júní, komin og farinn...ég vona að þið hafið öll notið dagsins, í þessu hryllilega leiðinlega veðri sem að lá yfir borginni...það var mjög sorglegt að horfa uppá öll þessi litlu börn fjúka með blöðrurnar sínar þvert yfir Austurvöll, viðurkenni það þó að ég hló illkvittnislega inní mér *hihihi*......Foreldrarnir eru samt sem áður hetjur að drallast í bæinn með börnin, bíða með þeim í lengri tíma til að komast í þessi blessuðu leiktæki.....biðin eftir ísnum....valinu á réttu blöðrunni....æi þau eru nú svo sæt samt sem áður þessar elskur hihihih....það þarf víst bara smá þolinmæði *bros*
Fór einhver hérna niðrí bæ rétt fyrir miðnætti á 17.....það var sko skemmtileg/hryllileg/sorgleg sjón ef svo mætti að orði komast....bærinn var "fullur" af "fullum" krökkum/unglingum.....æi maður var nú ekkert skárri sjálfur, fannst þetta voða gaman, en þegar að maður horfir á krakka sem eru á sama aldri og "litlu" systkini mans þá fær maður svona fyrir hjartað.....shishdfhos...jæja nú er ég farin að tala tungum....sígóþörfin og fráhvarfseinkennin eru orðin svo mikil...hihih...
Kveð að sinni...
hér er eitt test sem ég tók á síðunni hennar Dagnýjar....

You are Fozzie!
Wokka Wokka! You love to make lame jokes. Your sense of humor might be a bit off, but you're a great friend and can always be counted on.
.

Engin ummæli: