26 júní 2002

*Litlu dýr*

Sælt veri fólkið á þessum yndislega miðvikudegi.....ummm....sól....ís...sund (fyrir suma)...Frábær dagur, alveg að koma mánaðarmót, fegin að það er ekki fyrr en eftir helgi því að þá fara ekki öll launin í eitthvert helgardjamsrugl (hefði nú samt ekkert á móti smá rugli....maður verður bara að reyna að hljóma smá skynsamur). Ég sit hérna og morkna í vinunni....well ekkert að morkna beint, hefði bara viljað fara út og njóta góða veðursins, eða það sem eftir er af því...það á víst að vera svona á morgun líka...*jeij* Hey litli týndi "rokklingurinn" var að skrifa í gestabókina, gott að vita að þú ert enn á lífi....Viltu taka lagið fyrir mig sæta??
Það gerðust tveir ógó stórkostlegir hlutir í dag, eða að mínu mati eru þeir það.......bestasta konan í heiminum var að tilkynna mér það að hún væri komin með konu og ógó ánægð .......... *klapp* fyrir henni!!! Og svo var litla nöllastelpan hún Guðný að vinna fullt af penger í þessum blessaða "plúsleik" sem allir eru að taka þátt í....það var bara hringt í hana í vinnuna og spurt hvert´hún vildi fá peningana.............hefði ekkert á móti svoleiðis símtali...(oft í mánuði bara)...
En jæja, fundur í vinunni....allir að fara að borða pizzur .......... ummm *slef*....verði mér, ykkur, okkur öllum að góðu...
Góða nótt litlu dýr...

Hasta pronto gupitos!!

Engin ummæli: