*Mánudagsbros*
Halló halló gott fólk, jæja nú er ný vika að hefjast og hún leggst nú bara skrambi vel í mig. Sólin er hátt á lofti og allir í góðu skapi. Kallinn var reyndar að fara út á sjó í dag, eini mínusinn í þessu dæmi...en tíminn líður hratt!
Ég vona að helgin hafi verið góð hjá ykkur öllum, djammað og djúsað eða bara notið veðurblíðunnar.
Ég fór í þetta frækna vinnupartý á föstudaginn og skemmti mér alveg konunglega!! Maður fékk sér svona einsog 1 bjór of mikið en það kemur víst fyrir besta fólk (eða svo er mér sagt). Það var svaka stemmari á höfninni í Reykjavík á sunnudaginn (sjómannadaginn-til hamingju sjómenn), allir að borða saltfisk og vöfflur og svo var "svaka" flugsýning og læti.....
Jæja ég verð víst að fara að vinna.....
Langaði bara að heilsa uppá ykkur.....saknaði ykkar yfir helgina!!
*knús*
Engin ummæli:
Skrifa ummæli