28 júní 2002

*Geisp*
Æi vá hvað maður er eitthvað lengi að komast í gang í dag, byrjaði daginn vel og svaf yfir mig.....ZZZZ....og ég er ekkert að vakna...er búin að fá mér 2 kaffibolla....sem mættu alveg fara að kikka inn sko !
Guð minn almáttugur, á leinni í vinnuna...ég sat með stýrurnar í augunum á ljósum...var bara að hlusta á svona hugljúfa morguntónlist í útvarpinu þegar að þulurinn fer eitthvað að ræða við þjóðina....hann fer að segja fólki frá því að nýjasta nýtt sé að "sæði séu allra meina bót".....að þetta sé mjög gott við bruna, kláða og eitthvað.....ég fékk litla kastið þarna á ljósunum......Sjáið þið þetta ekki alveg fyrir ykkur....Gunna kemur heim að ströndinni skaðbrennd......."æi elskan værirðu ekki til í að maka á bakið á mér, ég næ ekki"...........well allaveganna fékk ég margar skondnar myndir uppí hausinn og var ekkert að geta tekið af stað aftur þegar að ljósið var orðið grænt.....*snilld*
Jæja ætla að fara að vinna og gera eitthvað að viti......vona að þið eigið öll ánægulegan dag....að hann líði nú nógu anskoti hratt!!!
pís áút



Engin ummæli: