18 desember 2007

..morgunsöngl af innlifun....


Ég geri mikið af því að syngja þegar að ég er ein í bílnum - og hafa "aríurnar" aukist og þróast allmikið síðan að maður fór að keyra "brautina góðu" á hverjum morgni....gott að byrja hvern dag á smá söng - er það ekki ? *glott*
Ég er ekki frá því að ég er laaaangbesti söngvari sem að ég þekki og veit um á því andartaki sem að ég syng inn daginn á brautinni - ég hef það á tilfinningunni að ég sé engu síðri en sá sem ég er að syngja með í útvarpinu og ekki frá því að ég hljómi bara aaaalveg eins...jújú það hafa komið móment þar sem ég syng aaalveg einsog Friðrik Ómar og Céline Dion þessar elskur....
Nema hvað það var einn af þessum morgunum í morgun - ég syng og tralla inn daginn, er komin inní Hafnarfjörðinn góða - sit þar í makindum mínum og horfi á rauða ljósið, bíð eftir að ég fæ "goahead"...ég og Dolly nokkur Parton erum að syngja jólalag saman...klappa stýrinu svona létt í takt við countryjólalagið...syng viðlagið af þvílíkri innlifun - verður litið yfir í næsta bíl..vitir menn maðurinn sem að þar situr lítur á sama augnabliki yfir í bílinn til mín og Dollyar og við tökum viðlagið saman ÖLL ÞRJÚ og klöppum og stýrið í takt....
Mjög absúrd, skemmtilegt, skrítið, fyndið, söngelskt móment....ætli honum (manninum á Golfinum) finnist hann syngja alveg jafn vel og Dolly Parton og hljómi einsog hún ... ég er nokkuð viss um það....og vill bara þakka honum "samsönginn"....færði mér stórt og mikið bros inní daginn og kanski pínulítinn kjánahroll...sem er baaaara skemmtilegur svona á þungbúnum þriðjudegi í desember....

1 ummæli:

Dilja sagði...

hhahahhahha alveg hreint dásamlegt augnablik!!!