
..vissuði hvað mig hlakkar mikið til jólanna og þess sem koma skal....
* Í dag á Gríma afmæli - til lukku með daginn "ljúfa"
* Doña Anna Þrúður flýgur yfir hafið eftir 3 daga og heldur uppá Jólin á dönskum pöbb (eða ekki...samt í Danaveldi)
* Hlakka til að sjá hvort við fáum rauð eða hvít jól....
* Hlakka til að fara með erfingjanum, Don Herði og öllum skaranum að finna og höggva hið fullkomna jólatré....
* Doña Anna Þrúður á afmæli eftir 4 daga...drottningin verður 51 árs...
* Hlakka til að halda uppá jólin með öllum 40 fallegu tánum....
* Hlakka til að byrja að gefa í skóinn..
* Get ekki beðið eftir "jólabókinni"....
* Það eru 17 dagar til jóla...
* Hrefna sys verður árinu eldri eftir 14 daga...
* Ása Björg ofurpæja með meiru á svo afmæli á aðfangadag (það má ekki týnast....)
* Hlakka að njóta þess að hafa dísina mína hjá/með mér á aðfangadag...
* Kúrbíturinn yngist með hverju árinu og heldur uppá það 27 des...
* Leynivinadagar í vinnunni - það sem mér fannst þetta ekki fáránlegur "leikur" - en jújú farin að hafa gaman að núna - alveg búin að "plotta" og hlakka til að sjá hver verður "fórnarlambið" mitt þetta árið....
* Hlakka svo til að sjá andlitin á krílunum þegar að þau opna pakkana sína....
* Eftir 25 daga verður árið 2008 komið - til að vera, í það minnnsta í ár...
* Þorlákur nálgast óðum - hlakka svo til að ganga niður laugarveginn með frostbit í kinnum, dúðuð/útlítandi einsog súmóglímukappi, skoða fólkið, vera búin að öllu og bara NJÓTA....
* Hlakka svo til að pakka inn jólgjöfunum, skrifa á kortin, maulandi smákökur og raulandi yndislega hallærinsleg jólalög....
....í dag hlakka ég eiginlega bara til að vera til....
Tók mjög meðvitaða ákvörðun í morgunsárið, ákvað að setja allt stress í hanskahólfið og ætla ekkert að opna það aftur fyrr en á nýju ári og þá bara rétt aðeins til að gjæast .... - jáháts það er sko ansi margt sem flýgur í gegnum litlu baunina mans þegar að maður keyrir brautina á morgnanna (þú ættir nú að þekkja það Kollzið mitt *heh* - nú loksins skil ég þig)
...ef að leikurinn "spurt og svarað með Önnu Þrúði" er ekki í gangi eða söngstund mikil þá sitjum við oftast nær þöglar mæðgurnar, horfum á hraunið (ég á veginn - AÐ SJÁLFSÖGÐU) og hugsum voðalega mikið...vanalega situr dísin voðalega hugsi aaaaalveg fram að Vogum og þá þarf hún að fá útskýringar á öllum þeim yndislegu, mis heimspekilegu pælingum sem hafa átt sér stað í þögninni í aftursætinu....einsog t.d.
* "Mamma, hvernig getur snákur borðað mús?"
* "Mamma, af hverju er mosi ekki gras ?"
* "Mamma, þegar að ég er orðin stór þá ætla ég að verða sjónvarpskona....má ég taka mitt eigið dót með í sjónvarpið eða fær maður dót gefins?"
* "Mamma, af hverju eru maaaaaargir jólasveinar í ljótum fötum á Íslandi?"
* "Mamma, af hverju vinnur þú ekki á leikskólanum mínum - þá getum við aaaaaalltaf verið saman!"
* "Mamma, af hverju eiga Tómas og Kristján bróður en enga systur?"
* "Mamma, af hverju eru strákar með typpi en ekki stelpur?"
* "Mamma, af hverju getur amma ekki átt heima bara hjá afa Herði og ömmu Kötlu?"
......
Jebbsí, það er kominn föstudagur...helgin að skríða yfir borgina og gleðin með....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli