27 desember 2007

...*eftirjólaofátiðgeispið*...

...Jæja - er ekki frá því að þetta hafi bara verið með ljúfari jólum í laaaangan tíma, svo afslöppuð og vær eitthvað...
...Setti náttúrulega punktinn yfir i-ið þegar að jólasnjórinn lagðist yfir allt, dúnmjúkur og fallegur....hvítu jólin komu loks...með svona "ekta" jólasnjó *namm*
...Kalkúnninn og allt sem með honum var heppnaðist mjög vel - ísinn góður - jólakortin mörg og svo skemmtileg þetta árið...
...Krílin opnuðu pakkaflóðið á mettíma og ég er ekki frá því að því hafi fylgt smá "geðshræring" og skjálfti....
...Alveg merkilegt með pakkana sem börnin fá - þvílíkt magn handa svona litlum manneskjum - sitja sveitt við að opna, gleðin leynir sér ekki í augunum og spennan...en það er samt einhvernveginn þegar að upp er staðið alltaf bara einhver ein gjöf sem að stendur uppúr og sem að þau leika sér með - sem hefði dugað...
...Til að hljóma nú nógu væmin - þá voru jólin hin fullkomnustu - ég fékk allt sem ég óskaði mér (í mjög óáþreyfanlegum skilningi)...ég var með fólkinu sem ég elska og ég fékk að njóta samverunnar, gleðinnar, ofátsins, kyrrðarinnar, stundanna og alls með þeim..gæti maður beðið um það betra??
...Inní mitt hús laumaði sér eitt stykki "ósmekkleg/óviðeigandi/pirrandi" gjöf - lét þar við sitja - og ræði það ekkert frekar *hehe*...
...Fórum í nokkur jólaboð, prúðbúin með "sparíbrosið" og hafa fjölskyldurnar alveg verið teknar út og nýji "tengdasonurinn" mældur og metinn mínu meginn - gott að það er frá...(efast ekki um að ég hafi verið afgreidd líka, upp að vissu marki...þó þessar fjölskyldur séu eins ólíkar og hægt er held ég )
...svo nú er maður mættur galvaskur aftur til vinnu, í heila tvo daga eftir kappátið mikla síðustu vikuna...síðan tekur barasta við nýtt ár...5 dagar börnin góð, 5 dagar...
...Tónleikar með "bóndanum" á morgunn - hlakka mikið til, þó ég sé ekki að nenna strax aftur í sparíföt ...
...Erfinginn farin í föðurhús - hálf tómlegt án hennar að vanda....en svona "notalega tómlegt" - maður veit að hún hefur það gott og er umkringd góðu fólki...einsog það á að vera....

...Vona annars að allir séu saddir og sælir eftir hátíðarnar og hafi fengið "kertin og spilin" sem þeir óskuðu sér...

...Kasta líka góðri afmæliskveðju í Kúrbít nokkurn..hann verður víst árinu eldri í dag sá "gamli" vitri maður...vona að dagurinn verði nú fallegur og góður við þig....og þína ;)

Engin ummæli: