15 nóvember 2007

...tilhlökkun...spenna...pakkar...hamstrar...



Úff - eitt sem að ég elska og hef ógurlega gaman að er að gefa gjafir...afmælisgjafir, jólagjafir, tækifærisgjafir, til hamingju með nýja húsið gjafir, brúðargjafir, til hamingju með mánudaginn gjafir...etc....og mér finnst ámóta skemmtilegt að pakka þeim inn *heh*
Held að ég sé alltaf pínu spenntari en sá sem að á að fá gjöfina á endanum...en það má!
Hef unun af því að gefa, elska að sjá viðbrögðin (kanski sérstaklega ef að kaldhæðni púkinn hefur fengið að ráða í innkaupaferðinni), vonast til að hitta í mark og finnst eeeeendalaust gaman að gleðja....einhver ógurlega vitur sagði einhverntíman "sælla er að gefa en að þiggja" - mikið asskoti er ég sammála þeim manni (eða konu)....
Kæró á afmæli eftir 10 daga og ég held að ég sé að missa mig úr spenningi...þetta er samt búið að valda mér pínu hugarangri því að þetta hefur verið ponsu erfið fæðing, að finna eitthvað "eitt" sem að ég held að sé "akkúrat" það sem að hann langar í.....og eitthvað sem er "akkúrat" það sem að mig langar að gefa honum - æi skiljiði!?! Síðan loksins þegar að ég fann það sem að mig langaði að gefa honum þá nei nei, það var sá hlutur ekki væntanlegt til landsins fyrr en 3 desember eða eitthvað álíka og það hefði sko alveg farið með MIG ....
Á svona tímum (gjafatímum - sem að okt, nóv og des eru hjá mér) þá vildi ég óóóska að ég væri bara oggu ponsu meiri milli en ég er....því að stundum langar manni að gefa aaaðeins of dýrar gjafir fyrir budduna mans (sömu hlutir eru ekki svona fárááánlega dýrir í útlandinu....niii) eða manni langar að gefa nokkrar gjafir...og safnast þegar að saman kemur....ég lagði hausinn vel og lengi í bleyti fyrir þessa afmælisgjöf (og múttu minnar og Hrefnu sys....og ég er btw búin að finna út hvað ég ætla að gefa þeim þetta árið *fjúkk*)...einsog ég sagði áðan þá var alveg fáránlega erfitt að finna út hvað ég ætlaði að kaupa handa manninum en ég var að leggja lokahönd á þetta í morgunn og er mjög ánægð með útkomuna...núna er það bara að "halda í sér" fram að afmælisdeginum - fela "stöffið" fyrir afmælisbarninu og sjálfri mér kanski einna helst og bíííííða spennt.....

Annars er ég búin að stofna smá buisness - ég tek að mér að þjálfa upp hamstra í hin ýmsustu verk og að gera alla skapaða hluti....húsverk, skemmtiatriði etc....
Mér datt í hug að það væri hin fullkomna gjöf....hver vill ekki fá vel upp alinn hamstur í jólagjöf sem t.d. getur spilað með þér (nú já eða börnunum þínum) tölvuleik (2 player)....
Ég ætla að gefa kæró svoleiðis í jólagjöf, þá verður hamminn "tilbúinn" - annars hefði ég bara látið vaða í afmælisgjöfina ... ég er viss um að það hittir beint í mark.....ekki þetta týpíska skyrta og bindi sem að allir stinga uppá við mann....niiiii - ekki í mínu koti....

1 ummæli:

Anna K i Koben sagði...

Jiii en sniðugt þetta með hamstrana. Gæti ég fengið einn sem kann að ryksuga og skúra.
KV.anna frænkulingur

Er orðin spennt að heyra hver afmælisgjöfin er - ætla að vona að leyfir okkur að fylgjast með því!