
..Hvað get ég sagt - ég er bara ekki með bloggið í mér þessa dagana...
..Mikið búið að vera að gera, maður er búin að vera að reyna að vera pínu "myndó" svona fyrir jólin - ekki nóg samt, mikið að gera og svo lítill tími - hann flýgur....
..Ætla nú samt að baka tvær sortir til viðbótar, skrifa jólakortin góðu, föndra með dísinni minni og svo aftur og aðeins meir með englunum öllum.....
..Um daginn vorum við litla fjölskyldan einsog klipt út úr einhverju amerísku "húsfreyjublaði" frá 1954..
..Kallinn að bardúsast út í garði við að smíða og vera "the manly man" og ég með börnin inni að baka jólasmákökurnar (gerðum alveg tvær sortir...þá var gamla konan ég aaaalveg búin á því líka *heh*)...
..Mig vantaði eiginlega bara "Carmen" rúllurnar í hárið og svuntu með blúndudúllum til að passa inní "how to be the perfect wife" auglýsinguna....*úff*
..Ég virðist vera að missa taktinn í að skipuleggja tímann - ég sem hef nú hingað til verið frekar öflug þar, með skólann, vinnurnar, erfingjann, fjölskylduna , vinina..etc
..ekki nema að ég sé á einhverju svona stressskeiði núna þar sem að ég einfaldlega mikla allt fyrir mér!
..Gæti verið að fjallið sem að ég horfi á sé bara lítill hóll....?
..Getur líka verið að það taki aðeins meiri tíma að aðlagast breyttum aðstæðum - meiri tíma en ég hélt..?!?
..Það er jú pínu stökk að fara úr 2ja manna fjölskyldu í 5....
..Nýr ryðmi og önnur rútína sem þarf að lærast - síðan þarf að stilla hópinn saman....svolítið einsog danstími, svo að þetta er fyrst og fremst spennandi og skemmtilegt - þó tímann taki...góðir hlutir gerast víst hægt....
..Þetta er verkefni sem að ég hlakka til að takast á við, sem ég er að takast á við og ætla að gera og geri af fullum hug, af bestu getu og öllu hjarta...
..Ég viðurkenni það fúslega að ég er skíthrædd - ætli það séu/væru ekki allir?
..Maður er nógu hræddur um að gera og segja eitthvað "vitlaust", taka rangar ákvarðanir, ekki standa sig nógu vel, vilja gefa allt og passa að aldrei skorti neitt...þegar kemur að mans eigin barni og uppeldi...tala þá ekki um börn makans...
..Ég held samt að ég sé vel í stakk búin fyrir þetta og tilbúin (ef að orða mætti það svoleiðis), ég held ég sé ágætis uppalandi, móðir, kærasta, dóttir og vinur - ég er ekki fullkomin, ég veit það vel....og efast ekkert um að ég verði "vonda stjúpan" "freka kærastan" og "leiðinlegi vinurinn" á einhverjum tímapunkti..."that´s life"..En einsog ég segi - ég er að gera mitt besta ... ætla samt að gera aðeins betur...maður getur alltaf bætt sig, á einn eða annan hátt - það er eitt sem víst er !
..Þegar að maður er svona ríkur og heppin að vera umkringdur svona mikið af góðu fólki og fallegum manneskjum þá getur maður ekki annað en valhoppað, og tekið glaður á móti dögunum.... og reynt að gefa pínu af því góða sem að maður hefur og á....er það nokkuð?
..Nú er ný helgi að byrja og mikið "planað" um helgina - baka og föndrast með erfingjanum, pakka smádóti og henda, kaupa nokkrar jólagjafir, vinna ponsu, knúsa englana mína eins fast og mikið og ég get...og auðvitað má ekki gleyma afmæli "gamla mannsins" sem er á sunnudaginn - þannig að....það stefnir í yndislega helgi..
..spurning samt með rokið og rigninguna...hver pantaði þetta??
..Ég vona annars bara að helgin verði falleg og ljúf við ykkur - mil besos...
e.s. Anna Kr. Matt mín - pöntunin hefur verið mótekin og hamsturinn kominn með æfingaakstrusleyfi á Rainbow ryksuguna og mikil þjálfun í gangi...sendi hann svo galvaskann til þín, tilbúinn í slaginn ;)
...til hamingju með nýja djobbið - ekkert smá stolt og ánægð fyrir þína hönd!!
Engin ummæli:
Skrifa ummæli