
Finnst gott og fallegt að hafa blóm í kringum mig, missi mig oftast nær á ferðalögum í myndatökum og lyktarstoppum af blómum...
Þrái að eignast minn eigin garð, sem ég get dútlað mér í á sumrin, rifið upp arfann, sett niður haustlauka og nostrað í á sumrin...
Þegar að ég var í fæðingarorlofi hér um árið var ég svo heppin að hafa "minn eiginn" garð - ég naut þess að vera í honum, en hann var ekki uppá marga fiska þannig að það var tekið "extreme makover" (garden edition) á hann og vitir menn hann var svo flottur og fínn....ég var svo stolt og ánægð!
Ég nýt þess að labba framhjá fallega hirtum görðum, húsum með fallega og græna aðkomu....finnst það eitthvað svo notarlegt, hlýlegt, hreinnt....
Undanfarið ár hefur mikill og óútskýranlegur blómadauði hefur átt sér stað "í kringum mig" - hvað er það?
* Amma gaf mér "matjurt" - fagurgræn og vel gróin, erfitt ef ekki ómögulegt að drepa...neinei - hún hefur verið hálf slöpp og lasin síðan ég fékk hana - held hún sé með e-bolaveiruna...
* Mamma gaf mér ógurlega tignarlegt, stórt, fagurgræn og ódrepanlegt blóm/tré í "nýju" íbúðina á sínum tíma - í gær datt það í sundur ( á það að vera hægt?)
* Yolanda átti mikið og fallegt drekatré....þegar að hún kom heim einn daginn var kveiknað í því (brunablettir í parketinu því til sönnunar)...
* Ég gaf kæró og krílum eiturgrænt, stórt og veglegt pottablóm - sem sögur segja að sé ódrepandi líka....nei nei...það hangir mjög veiklulega, orðið hálf gylt á litið og held ég að sé á síðustu metrunum - held að það blóm sé þunglyndissjúklingur í "lægð"...
* Swanella keypti sér Burkna sem að ég held að sé kominn með "holdsveikina" og aaaalveg að deyja síðast þegar að ég vissi....
* Fyrir aftan mig í vinnunni trónir ótrúlega fallegur, stór og blómlegur kaktus...ég nostra við hann, sé um hann aaaalveg einsog ég hef alltaf gert....í dag þegar að ég kom í vinnuna var hann einsog rúsína í allt of stórum potti...ég hennti honum..
Veit ekki hvað málið er - hef ekki verið þekkt fyrir það að drepa blóm eða plöntur - frekar fyrir að vera einhverskonar "híler" sem tekist hefur að "bjarga" frá blómadauða og kann hin ýmsustu húsráð þegar að kemur að garðyrkju og almennum blómafræðum *heh*
Nú virðist dæmið hafa snúist við og engin blóm, tré eða plöntur eru viðbjargandi ef að þau eru í nálægð við mig....ég er miður mín...
Ætla að þvo græna litin af höndunum og hvíla blómabarnið í mér fram yfir áramót...þá skal ég sko skunda í blómabúðir og kaupa ógrynnin öll af blómum og "einhver" skulu lifa það af....held ég þurfi bara að finna "mojo-ið" og rétta græna litinn aftur.....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli