05 nóvember 2007

...gluggaveður og fallegir skór...


Ohh - það er svo fallegt að líta út, ekta íslenskt "gluggaveður" ...svo mikið haust í loftinu (þó veturinn sé kominn) með dass af ísköldum vetrarvindi...án efa uppáhalds tíminn minn á árinu..svo gott að kúra í rökkrinu, svo yndislegt að kveikja á kertum á kvöldin, mmm - maður getur dúðað sig upp með húfu, vetlinga og trefli og litið út einsog "michellin" maðurinn með góðri samvisku, svo notarlegt að hlusta á veðrið slást við þakið á nóttunni, bókaormurinn í mér vaknar úr dvala, svona temmilega stutt í jólin og tilhlökkunin farin að læðast að fólki og þá einna helst í barnshjörtun...æi allt svo yndislegt eitthvað!

Annars gengur lífið bara sinn vana gang í kotinu - eða kotunum...jújú maður alveg komin með annan fótinn og 3 tær í "sveitina" og við bara sáttar og sælar með þá ákvörðun mæðgurnar...maður verður einhvernveginn miklur sáttari þegar að ákvörðunin hefur verið tekin ...
Ég er jú vog (mikil vog í mér...einsog mínir nánustu kanski vita best) og get verið rosalega lengi að stilla vogaskálarnar, finna "með og á móti", vega og meta, ætti ég, ætti ég kanski ekki...get orðið rosalega lítil í mér, hrædd, stressuð og snúin þegar að taka þarf stórar og miklar ákvarðanir og þá einna helst þegar að þær snerta fleiri aðila en bara mig sjálfa....en þegar að "jafnvægið" er fundið þá færist alveg undursamleg ró í litlu sálina mína....

Þegar að 20 tær rugla reitum sínum saman við aðrar 30 tær breytist margt, ef ekki allt...
Það er jafn erfitt, skrítið, ógnvænlegt, öðruvísi, nýtt og það er skemmtilegt, fallegt, yndislegt, spennandi og gefandi...
Það tekur á, það tekur tíma og getur verið vont að ganga til nýja skó.....en á endanum eru þeir mótaðir að þínum fæti...og þá er allt einsog það á að vera - maður hættir að haltra og heldur ótrauður áfram...öruggur, ánægður með lífið og í laaaaaang flottustu skónum ;)

...gleðilegan mánudag!!

Engin ummæli: