
...yndislegt leiðindarveður úti - notarlegt kúruveður...
...Mér líður svo vel í skammdeginu, veit ekki hvað það er - finnst það minna mig á dúnmjúka, dimma sæng sem umvefur borgina/mig...
...Nóvember finnst mér líkjast því þegar að maður leggst fyrst undir ískalda sængina á kvöldin - dimman, grámyglan og pínku "pre" jólastress komið í landann, enginn veit almennilega hvernig hann á að vera - er of snemmt að byrja að skreyta, baka, syngja jólalögin?...ekki alveg búin að koma sér fyrir...
...Desemberbyrjun er þegar að sængin er orðin svona volg og maður er að berjast við að halda augunum opnum yfir bókinni sem maður er að lesa og táslurnar ennþá kaldar , svo notarlegt - jólaljósin farin að skjóta upp kollinum í gluggum landans, jólabaksturinn hafinn og borgin komin í "jólafötin"....
...Miður desember og desemberlok er svo þegar að maður finnur hvernig sængin er orðin fullkomin, svo dúnmjúk og heit...maður er alveg búin að hjúfra sig eins mikið inní hana og maður getur og bara andránni frá því að sofna.....allir komnir í jólaskapið, með smákökur og jólakonfekt í munvikinu, borgir og bæjir þakin jólaskreytingum....æi yndislegt bara....
...og maður hverfur inní draumalandið....
..ég sendi ljós til ykkar allra sem berjist við skammdegið - held að það sé erfið barátta...stundum vildi ég óska að maður gæti sett litla jólaseríu í sálina á fólki...hleypt smá aukabirtu í hjörtun...geri það bara í huganum *blikk*
Enn einn föstudagurinn runninn upp með tilheyrandi roki, rigningu, snjó, stillu, dimmu - æi bara þessu skitzó veðri sem hér er..
Ég hlakka svo til helgarinnar að það nær engri átt - er hrædd um að hún verði of fljót að líða...en ég meina "time flies when you´re having fun - right?"
Helgin inniheldur - matarboð, föndur, bakstur, flutninga, balletsýningu, vinnu, bökkun, sorteringu, sunnudagskaffiboð...og auðvitað búa til aðventukrans með krílunum....ég hlakka svo til!!
Jebbsí - það liggur vel á mérr..átti svo yndislega stund með Swanellu í gær...þó stutt hafi verið...skildi mikið eftir sig - einsog alltaf!!!!
Mér finnst svo magnað hvernig maður á bestu/góða vini - sem maður hefur kanski þekkt í fjölda ára og þykist þekkja ansi vel...en á sama tíma er maður alltaf að kynnast þeim betur og betur, sjá, heyra og finna fyrir nýjum hliðum..það er einsog þeir séu að hleypa manni nær sér í svona skömmtum þó það sé kanski ekki viljandi gert...mér finnst það spennandi.....og ég hlakka til að kynnast þeim meir og meir...og verð vonandi að kynnast þeim betur allt lífið....
Jæja - farin út í "suddann"....ætla að hætta mér út á "brautina" góðu..
Vona að helgin verði falleg og góð við ykkur...