26 september 2006

...morgunstund gefur...

Jæja, eruði farin að taka eftir því að það er að verða ponsu erfiðara að vakna á morgnanna - eða í mínu koti í það minnsta.
Eitthvað svo notarlegt að kúra lengur í myrkrinu, augnlokin einhvernveginn þyngir og límdari saman og svo gott að hnuðrast aðeins lengur í sægninni (reyndar alltaf gott að hnuðrast)...
Annað en þegar að sólin skín fyrir utan, þá er maður fljótari í gangi og ekki aftur snúið þegar að maður hefur opnað augun einu sinni - maður vaknar einhverveginn tilbúinn fyrir daginn en á veturnar og haustinn þarf maður alveg sinn tíma til að komast í gang...er þetta kanski bara svona hjá mér??
Ég elska bæði - að hnuðrast og lurast á veturnar/í myrkrinu og að vera vel vakandi og rösk/fljót á sumrin...skiljiði hvað ég er að fara?
- Nú eru 5 dagar þar til Lufsan verður hva, 27 vetra gömul - úffa, gaman að því. Hafði hugsað mér að bjóða fjöllunni í kökur, heitt í ofni og meðví, bara svona til að sýna lit...er ekki mikið fyrir að halda uppá afmælin mín, elska annarra manna afmæli, elska staðreyndina að nú sé maður að verða einu árinu eldri en finnst ekki nógu gaman að halda uppá míns eigins afmæli - hefur líka orðið til þess að tvívegis hefur verið haldið "surprise" afmæli fyrir/handa mér - bara gaman og gerir það þeim mun sérstakara og skemmtilegra, er það ekki? En nú í ár hefur verið tekið af mér það loforð að heim skyldi boðið í kaffi og kökur og mun ég við það standa, að sjálfsögðu ;)
Mikið er verið að plana í "farfuglahópnum" (vinnunni) þessa dagana og á döfinni eru 2 ferðir erlendis staðfestar fyrir jól - ekki leiðinlegt það, sú fyrri til Stockholms og síðar til Manchester & Leeds....ekki einhverjar brjálaðar verslunarferðir "thank god"...ég hlakka ekkert smá mikið til...ég lít á þetta sem svona nokkurnveginn sumarfríið mitt...úfff hvað ég hlakka til...bara að komast smá í burt....namm ég elska haustið, án efa uppáhalds tími ársins hjá mér og hvað þá að fá að upplifa það í örðum löndum líka - það er nú bara bónus ..

...jæja, ætlaði bara að kasta á ykkur kveðju.....

Engin ummæli: