Þögli sumarfuglinn er að fljúga af stað til heitari staða og litli ritglaði
hellisbúinn að skríða heim..
Nú fer vonandi að losna um þessa endalausu "blogg og ritstíflu" sem hefur
verið að hrjá dýrið.
Lífið í kotinu er bara yndislegt þessa dagana, hamingjan liggur í loftinu
og við mæðgur tökum syngjandi glaðar á móti hverjum nýjum degi
- svona á lífið að vera, er það ekki??
Skólinn kominn á fullt skrið, vinnan og samstarfsfólkið enn jafn
skemmtileg, spennandi og gefandi - ný tækifæri og verkefni á hverjum degi.
Fólkið í kringum mig blómstrar, mishratt og misvel en það blómstrar.
Maður uppgvötar það betur og betur á hverjum degi hvað maður má vera
þakklátur fyrir það og þá sem að maður (og mans nánustu) á og hefur í
kringum sig!
...hvernig getur maður borgað til baka - allt það fallega sem maður hefur
fengið og fyllt hefur hjartað af gleði??
Í dag er svona dagur þar sem ég er svooo þakklát fyrir allt og glöð...
Ég bjó mér til litla áskorun í byrjun sumars, að hæla einhverjum á hverjum
einasta degi og MEINA ÞAÐ (og ekki endilega fólkið sem situr við hliðiná
þér alla daga allan daginn eða bestu vini þína, þá frekar fólkið sem þú átt
í minni samskiftum við etc....).
Ég hef verið meira í því að hæla fólki í huganum og ég veit ekki alveg -
vona að þau finni það á sér bara.
Ég elska viðbrögðin hjá fólki þegar að það fær hrós, það er sekúntubrot sem það varir en er yndislegt - og vitir
menn það smitar út frá sér. Maður hefur tekið eftir því að þetta litla hrós
er einsog orka sem lifir yfir daginn....
Ég skora á ykkur að prufa - vel þess virði
En jæja vinnan kallar víst..langaði bara að kasta á ykkur kveðjur..
knús út í góóóða veðrið....
Engin ummæli:
Skrifa ummæli