08 október 2002

Var að finna gamla dagbók sem að ég hafði skrifað í þegar að ég hef verið svona um 7-8 ára og þvílík snilld segi ég nú bara, hún er full af einhverjum smásögum og drasli...það var ein alveg æði sko...hihihi...hún átti sko að vera 4 kaflar og eitthvað.......ætla að skella inn hérna 1 kafla og sína ykkur hvað maður var nú brenglaður á yngri árum mar (ekki það að maður hafi eitthvað skánað hiiiihiih)

Ormurinn sem að ferðaðist um litlu löndin fjögur........
Það var einu sinni gulur ormur sem að lagði uppí ferð. Hann vaknaði einn daginn, pakkaði niðrí tösku - stillti sér uppí gluggakistu og flaug af stað.
Hann sveif létt yfir Reykjavíkurborg, valdi sér lendingastað (Sundahöfnina), stóran bláan gám merktann Eimskip, kom sér makindalega fyrir inní honum og beið nú bara eftir að ferðalagið myndi hefjast. Fyrr en varði sofnaði Ommi litli........stundirnar liðu.......þegar að hann vaknaði var hann komin langt út á hafsjó - lagður af stað í ferðina löngu. Klukkustundir, dagar og vikur liður áður en að litli ormurinn sá land aftur. Loksins sá hann höfn, þvílik ánægja og gleði sem að barðist um í brjósti litla ormsins. Hann smaug sér útúr gámnum og rölti af stað í bæjarferð á þessum nýja og ókunna stað. Skoðaði fólkið, skóna, stéttirnar og bara allt sem að hann bar augun á. Í þessu landi sem að hann hafi heyrt einhvern kalla England stoppaði hann í nokkra daga áður en að ferðin hélt áfram. Hann rétt náði að hoppa aftur í gáminn áður en þeir lögðu af stað á næsta áfangastað...........

Svo væntanlega á að koma annar kafli hér........hihhhihih.....þvílíkur penni mar.......þvílíkt sem að ég hló þegar að ég var að lesa þessar sögur!!!

Engin ummæli: