02 október 2002

Hlú hlú aftur litlu dýr!
Jæja, komin í aðeins betra skap *bros*, var eitthvað lengi að vakna og var ekkert að komast framúr rúminu í huganum, held að sálin sé bara ennþá heima kúrandi sér *bros*. Hún Sif litla hérna í vinunni sá hvað ég var eitthvað "hvumpinn" og kom færandi hendi með ferskan ananas *namm*.........var búin að gleyma hvað hann er góður mar.......vaknaði alveg við það....langar barasta í meira, en held að eg sé búin með helminginn af hennar hihihihihi.....fer og kaupi nýjann handa henni í hádeginu!!!

Ég átti alveg yndislegan afmælisdag/kvöld í gær...Var semsagt að vinna í gær til að verða 4, þá komu mamsa og bóndinn að sækja mig í vinnuna......fórum heim þar sem að borin fram var ógeðslega júsí súkkulaðikaka með ógó miklu kremi og rjóma, mjólk og kaffi.............*slef*......síðan elduðu þessar elskur handa mér alveg ógó góðann mat....*slurk*.....borðaði auðvitað yfir mig af honum, eða við öll. Láum svo öll ALVEG afvelta yfir sjónvarpinu...........smá hópmelting í gangi hihhihh.....
Ég fékk alveg ógeðslega flott listaverk frá þeim saman í afmælisgjöf....ég elska svoleiðis gjafir......æi þið vitið sem að verða alltaf með manni, listaverk, málverk, bækur.....ég er svo mikið svoleiðs *bros*......þetta sem að þau gáfu mér er svona keramikkelling (stór), sem að er líka svona blómavasi (fyrir 1 rós)......þannig að auðvitað fékk ég uppáhaldsblómið mitt sem að eru hvít rós.....*bros*.....ég var búin að benda múttu minni á þetta einhverntíman þegar að við vorum saman að skoða stúdentsgjafir, en fokk ég bjóst aldrei við að þau myndu gefa mér svona............TAKK ÞIÐ TVÖ......!!!!!!!!!!
Wellí við lágum bara að horfðum að mestu lágkúru sem til er í heiminum "The Bachelor" á Skjá Einum...........óóóó mæ god......hvað er það......er ekki allt í lagi með fólk, ég vissi í alvöru ekki að það væri til fólk sem að legðist svona lágt.........út frá þessum þætti fór mikil umræða í gang um það hvað fólk myndi nú gera fyrir frægðina, peninga, græðgi etc..........ég held svona innst inni að þetta sé eitthvað sem að bara bandaríkjamenn myndu láta hafa sig útí.......þeir eru svo "spes" þessar elskur.....
Æi þessir raunveruleikaþættir eru ekki alveg að gera það fyrir mig, það er líka svo mikið af þessu...........Temtation Island (ó mæ god), The Bachelor (ennþá meira ó mæ god), Big Brother, Survivor................og örugglega svo miklu miklu meira sem að á bara eftir að rata hingað til Íslands.....
Wow.....verð að þjóta þarf að fara að vinna.....heyri í ykkur bara aftur á eftir..
*bleble*

Engin ummæli: