16 október 2002

Hola, hola guapitos!!
Jæja það er barasta sólríkur miðvikudagur........lovlí alveg. Dagurinn er samt ekkert að líða eins hratt og ég hefði viljað en það verður víst bara að hafa það. Var að fá gefins miða á leikinn í kvöld, ótrúlega glöð með það - var svolítið farin að sjá eftir 2000 kallinum sem að ég var að fara að borga mig inná hann *bros*. Mér finnst að allir ættu að fara, ég var að heyra það að það væru bara 750 miðar seldir á leikinn í kvöld (Ísland - Litháen)..........hvað varð um stemmarann sem að fylgdi því alltaf að fara á landsliðsleiki....það eru barasta allir hættir að fara mar.......hmmm...Ég veit að þið verðið öll þarna í huganum *bros*.
Ummm...svo erum við með matarboð (með múttunni minni) í kvöld, erum að fara að bjóða bróður mömsu og ömmu í einhvern svona ótrúlega nýstárlegan fiskrétt - ótrúlega góðan.........Erum alltaf með svona "allir að borða saman kvöld" rétt áður en að kallinn fer á sjóinn.....svona kveðjumáltíð eitthvað......heppí heppí
Well þarf að halda áfram að vinna litlu dýrin mín........varð bara að skrifa ykkur línu og lesa bloggin hjá hinum.........
Þetta er orðið svo skrítið, það eru svona vissar heimasíður/blogg sem að maður fer ALLTAF inná alla daga og manni er farið að finnast maður þekkja fólkið, skiljið hvað ég meina. Alveg svona ... jæja hvernig ætli lífið sé þessa dagana hjá henni Guddu?? Hmmm...ætli Trausti hafi bjargað einhverjum fuglum nýlega........hihh....og allt eftir þessu........bara gaman, en skrítið!!
Víííí....kveð að sinni
*klípíeyra*

Engin ummæli: