07 október 2002

Góðan daginn gott fólk og gleðilegan mánudag!!
Jæja ég vona að helgin hafi nú verið "súper" hjá ykkur öllum.......mín var bara fín..........fór á "Októberfest" hjá DV á föstudaginn, ekkert smá mikið stuð, var reyndar haldið á Victor (ekki alveg að fíla staðinn)....en það var alveg fínasta mæting, mikið drukkið (nema ég - hafa það á hreinu *bros*)......fékk mér reyndar einn svona "Shirley Tempel" (eða hvernig sem að það er nú skrifað) kokteil, bara svona til að vera með.........ég verð nú að viðurkenna að litli áfengisdjöfullinn - þessi sem að kúrir alltaf á hægri öxlinni hann var að pikka svolítið í mig allt kvöldið hihihihii......blekkti hann með óáfengum kokteil og hann varð rólegri þessi elska.........Það er ekkert smá gaman á svona vinnustaðadjammi, sjá "bossana" sína tapa sér alveg og verða að einhverjum allt öðrum manneskjum, allar mýsnar (þið vitið rólega fólkið) að fríka út á dansgólfinu eða á trúnó með einhverjum sem að það hefur ekki þorað að tala við þegar að það er edrú *glott*......vííííí....wellí það var allaveganna mjög gaman, fullt af skemmtiatriðum og einhverjum svona leikjum......Skildi við DV fólkið og fór aðeins á röltið með Hrönslunni minni, rölltum á Næsta bar - heilsuðum uppá Hamsturinn (Heiðrúnu) þar sem að hún var að vinna bara í góðum gír. Það var bara svo ógeðslega mikið af fólki alstaðar að maður fékk hvergi sæti, röltum alveg vel um bæinn í leit að sætum en fundum engin nema hvar haldiði, jú inná "stað dauðans"......Spotlight-Thomsen......sátum þar eitthvað..........dísus þar þurfti ég að KAUPA VATN.....arg, ég hef aldrei á ævinni þurft að kaupa vatn héra á Íslandi......djö var ég pirr þá, afgreiðslumaðurinn vissi að ég var ólétt, búin að vera að afgreiða mig með kaffi og eitthvað en samt vildi hann ekki gefa mér bara vatnsglas, hann gat ekki einu sinni gefið mér hreint glas með klökum í svo að ég gæti bara farið á klóið og fengið mér vatn úr krananum.......hiihihihi....já ég læt sko ótrúlegustu hluti fara í mig.....þetta fór MJÖG mikið í taugarnar á mér, en ég er búin að vinna með þessa innri reiði og er orðin fín í dag *bros* hihihii.......Wellí ég feita konan gafst upp um 3 leytið og við skröltumst bara í leigubíl og heim.......voða fínt kvöld bara.......mikið hlegið og gert grín að náunganum......ég held að ég hafi aldrei á ævinni séð jafn mikið af FEITUM túristum og ég gerði á djamminu á föstudaginn......allt svona "McDonalds" fólk...........æi örugglega fínasta fólk.....hiihihihih.....
Á laugardaginn vaknaði mín bara ofursnemma og skellti sér í bæjarferð með pabba og co., þau vildu endlega finna afmælisgjöf handa mér - sem að mér fannst ekkert leiðinlegt sko *glott*.....hihihih.....fórum í einhverja svona "óléttufatakonubúð" í Kópavogi og þar voru keyptar buxur og skyrta mjög flott.......loksins á maður föt sem að passa mar hihihiih......síðan var stefnan tekin niðrí 101 þar sem að við settumst inná kaffihús og liðið fékk sér STÓRAR kökusneiðar og kakó.....namm.....alveg lovlí, það var ekkert smá gott veður......rölltum í kolaportið og bara aðeins um bæinn, voða góður dagur. Síðan fór ég bara heim og kallinn minn var búin að elda handa mér góðan mat *slurk*.....glápti aðeins á sjónvarpið með honum og kúrðum okkur í sófanum bara einsog illa gerðir hlutir, síðan fór á hann á skrall með strákunum og ég fór heim til Hrönslu þar sem að við höfðum svona spilakvöld, afslöppun og rólegheit bara. Fór svo heim um nóttina, skellti "Friends" í tækið og sofnaði bara í sófanum.......bóndin kom heim svolítið vel syndandi og sætur *glott*........vaknaði aftur ofursnemma, fór í bakaríið og skellti mér svo heim til stelpnanna, vildi leyfa þeim þreytta bara að sofa í friði *bros* (ógó góð mar hiihhiih), fór með bakkelsi og kaffi og bauð mér í morgunkaffi, vakti alla á þeim bænum.........Fór svo bara heim þegar að líða var farið á daginn, lagðist uppí sófa og lá þar bara til hádegis í dag..........þvílíkt vel úthvíld og sæl !! Í dag bauð ég mér í síðdegiskaffi til múttu minnar sem að ég hef ekki séð í viku eða eitthvað og ég var komin með svona nett fráhvarfseinkenni hiihhih......var á trúnó með henni í allan dag, mikið verið að spá í mannanöfnum og bara öllu...........æi þetta er bara búið að vera yndisleg helgi og góður dagur!!!!
Æi það er svo gaman og gott þegar að manni líður einsog að lífið gæti bara ekki verið betra, maður einhvernveginn gleymir öllum áhyggjum, peningum, skuldum og þið vitið....það bara gerist allt of sjaldan !!
Wellí nú þarf ég að fara að vinna, þó svo að vinnunennarinn sé ekkert að virka í dag, þarf að trekkja hann.........
Bið bara að heilsa ykkur öllum í bili..............vona að lífið brosi við ykkur !!
*klípílæri*

p.s. ég las hérna speki inná einhverri síðu áðan:

I feel sorry for people who don't drink. When they wake up in the morning, that's as good as they're going to feel all day.
... "Frank Sinatra"

Engin ummæli: