27 ágúst 2007

...mér líður...ég er....

...vááá - það er allt að gerast skal ég segja ykkur - og ekki segja ykkur...
...Undanfarnar vikur hefur mér liðið mjög undarlega - en á góða mátann..
...Mig langar að segja öllum heiminum allt - en á sama tíma engum neitt...
...Mér líður einsog aðfangadagur sé á morgunn - stóri pakkinn er beint fyrir framan nefið á mér - en ég má bara ekki opna hann...
...Mér líður einsog 4 ára barni í Nammilandi á laugardagsmorgni - loooksins komin laugardagur og svo mikið gott að velja úr...
...Mér líður einsog ég geti allt - bara þori það ekki.....
...Mér líður einsog ég sé búin að vera í prófum - bíð með kvíðahnútinn í maganum út af einkununum - þó ég viti að ég nái......
...Ég er með fiðrildi í maganum - sem ég er hrædd við að sleppi út....
...Mér líður einsog maginn á mér sé á "þeytivindu" prógraminu - af spenningi....
...Mér líður einsog ég sé svona 16 ára - alltaf flissandi, roðnandi og með kjánahroll....
...ég er glöð, ánægð, hrædd, spennt, stressuð, óhrædd, mjúk, samkvæm sjálfri mér.....
...ég er skotin - og það má.....

Engin ummæli: