
....vaknaði aaaðeins of seint í morgunn (snooooztakkinn var of lokkandi) og dýrið var aaaaðeins of erfitt, er nefnilega á gelgjunni þessa dagana - mikið issjú í hverju eigi að fara, hvað passi saman og greiðslan, skulum ekki gleyma greiðslunni...Hún er meira að segja farin að skipta sér að því í hverju móðirin er...."mamma, þú átt ekki að fara út í strigaskóm í vinnuna, þú átt að fara í pæjuskó...." - hmmm, hver er eggið og hver er hænan, stundum er maður bara ekki viss.....en einhvernveginn er mér líka alveg sama, hoppaði bara úr strigaskónum og í "pæjuskóna" - mér líður einsog ég sé með herðatré uppí mér...brosi allan hringinn bara og nýt þess!
Það er ansi fátt þessa dagana sem að ég held að gæti slegið mig út af laginu... á meðan ég svíf um á þessu bleika skýji...eeeen verð að viðurkenna það að það reyndi aðeins á það í gærkveldi, lítill mælir sem hefur verið að fyllast aaansi hægt (að mati margra) var næstum sprunginn í gær - en það var einhvernveginn einsog hendi væri veifað, rétti hluturinn var sagður af réttum aðila og mér leið einsog lítilli smástelpu aftur "búið að kyssa á báttið" og ég get haldið áfram að róla mér.....
Alveg finnst mér merkilegt hvernig sumt fólk er bara "rétt" - segir og gerir réttu hlutina á réttum tíma...æi skiljiði?
Einsog mamma mans (í mínu tilfelli í það minsta), hún veit alltaf hvað hún á að segja á nákvæmlega réttu mómenti til að friða sálina eða kalla fram bros....kannski þekkir hún mann "of vel"...en það er líka bara allt í lagi...það er eitthvað svo eðliegt að mér finnst - að fólk sem að þekkir mann vel og maður hefur þekkt lengi, þeir örfáu sem að maður kallar "bestu vini sína" kunni svona inná mann....en mér finnst það pínu skerí þegar að e-h manneskja sem að maður hefur ekki þekkt lengi, fólk sem bara stoppar stutt í lífi mans eða er að kynnast kann líka svona inná mann....ég bara þekki það ekki - manni finnst maður pínu berskjaldaður svona.....en sumt er bara einsog það er og maður þarf ekki að skilja allt.... *bros*
....En jæja, vinnan kallar - ætlaði bara að henda inn línu svona í morgunsárið...
Vona að dagurinn renni ljúflega niður hjá ykkur....
..myndi bjóða ykkur far með bleika skýinu mínu - ef ég bara gæti ...
1 ummæli:
yndislegt að lesa bloggið þitt Urður, fékk svona hlýtt í hjartað:)
til hamingju með þessa tilfinningu, skemmtilegar lýsingar hérna að neðan :D
Skrifa ummæli