
...Namm hvað ég elska rigninguna - reyndar elska ég haustið, án efa uppáhaldsárstíminn minn... og ég finn hvernig það læðist í bæinn..svo notarlegt!
Fátt fallegra en gróðurinn á þessum tíma - tréin farin að skipta litum, orðin svona rauðgul og rómantísk á litin, farið að dimma á kvöldin og veðrið orðið svona "kúruveður"....hvað er ekki notarlegt við þetta...?
Núna myndi mig helst langa til að vera einhverstaðar uppí sumarbústað, með góða bók, góðu fólki, undir ullarteppi (....ekki fleesteppi...), í köflóttum náttbuxum og heitt kakó í bollanum - og veðrið að sjálfsögðu einsog það er akkúrat núna *nammnamm*
...."ohh - þegar að ég er orðin stór ætla ég að eiga lítinn sumarbústað í litlu rjóðri, með litlum sólpalli, litlu svefnlofti, litlu kolagrilli etc....allt voðalega lítið og látlaust - fyrir litlu Gunnu og litla Jón"
Ég skil ekki alveg sumarbústaðina einsog þeir eru að verða í dag - bara höfða ekki til mín...ef að það er ekki uppþvottavél, expressóvél og sjónvarp í hverju herbergi þá er eitthvað að.....æi ég meina - þetta er náttúrulega bara jafn misjafnt og við erum mörg.....seeeem betur fer.
Misjafnar langanir, skoðanir, áherslur, sjónarmið,ástríður...manneskjunnar er það sem gerir þetta líf jafn litskrúðugt og það er...og þess virði að "taka þátt"..
Ég var einu sinni svo hrædd við þá hugmynd að langa, hugsa, finnast eða gera eitthvað annað - eitthvað öðruvísi en restin að ég ákvað að láta bara sem minnst bera á mér og fljóta bara með straumnum....fattaði svo einn daginn að lífið var svo "einsleitt" svona...held að þá hafi ég farið að skipta litum - svona einsog haustlaufin....
Þannig að í dag er ég rauðgul og rómantísk.. og lífið er eins yndislegt og ég vill að það sé....
Lagið sem ómar í hausnum mínum þessa stundina...
Songbird - Eva Cassidy
2 ummæli:
hehe, ég er alveg sammála þér með sumarbústaðina ;)
Þú ættir sko að koma í Skorradalinn okkar... hann er nákvæmlega svona... með engu rafmagni né heitu vatni... bara hægt að fá sér vatn úr læknum og hita og svo er olíuofn og kertaljós... bara huggulegt :)
Knús. Erna Rán
Ps. ég þarf eitthvað að taka þig á eintal sýnist mér... ég er alveg dottin út úr þessarri rómantík hjá þér..... ;)
Skrifa ummæli