
..Jebbsí - nú fer að líða að því að maður stimpli sig inn í helgarfrí ..*namm*
..ekki frá því að ég sé spenntari fyrir þessarri helgi en ég hefði getað ýmyndað mér að ég yrði - ætla ekki að eyða henni í Reykjavíkinni og stressinu sem að henni fylgir....ætla að laumast rétt út fyrir borgarmörkin..og innfyrir önnur :)
Dagurinn í vinnunni hefur verið svona freeeekar erfiður, einsog sumir dagar eru bara og held að þess vegna sé ég þeim mun spenntari og óþolinmóðari að helgin byrji - en það er bara þannig að þegar að maður bíður eftir að tíminn líði þá er einsog vísirinn á klukkunni haggist ekki, einsog tíminn standi bara í stað....
Magnað hvernig sumir dagar bara fljúga og allt einhvernveginn er skemmtilegt og gengur upp - en aðrir dagar einsog í dag þá hefur hvert "óhappið" "rifrildið" og "klúðrið" á fætur öðru hlaðist upp...og mér leiðist að það að þurfa að kljást við annarra manna klúður ...
Mér leið svolítið svona einsog ég væri ogguponsu mús í ókunnu húsi, stökkvandi á milli gildranna....
En ég meina - maður bara tekur á því sem best maður getur....og lætur það nú ekki slá sig út af laginu....því jú það er nú einusinni að koma helgi *glott*
Langaði bara að "rausa" smá og óska ykkur öllum góðrar helgar...vona að hún verði nú falleg og góð við ykkur....
..hasta pronto...