Hellú hellú litlu mín!!
Jæja nú hefur maður ekki alveg staðið sig í stykkinu einsog maður ætlaði að gera (vera duglegur að skrifa og svona), en ég læt allaveganna vita af mér annarslagið *bros*
Það er nú barast ekkert nýtt að frétta af mér og kúlubúanum nema kanski að hann hefur tekið ástfóstri við einhverja eina taug og ákveðið að sparka bara í hana svo að maður engist svona um einsog einhver hálviti allan daginn.......bara gaman.
*jeij*....var að tala við kallinn minn og hann er barasta að koma heim í nótt og verður fram á sunnudag........bara gleði á bænum út af því og svona, hef ekki séð hann í svona rúmar 2-3 vikur......fráhvarfseinkennin orðin svona nett sýnileg örugglega *bros*...
Ég sá alveg snilldarmynd (að mínu mati allaveganna) um daginn.."The road to Perdition" með Tom Hanks, Paul Newman og Jude Law.....já ég mæli eindregið með henni.....Paul Newman fer alveg á kostum, hann er náttúrulega bara snilli þessi leikari......og svo er einhver lítill strákur sem að leikur líka eitt af aðalhlutverkunum sem að er svona náttúrutalent bara......ég held að það hafi líka hjálpað mikið að ég vissi ekkert á hvernig mynd ég var að fara þegar að ég fór, þá hefur maður ENGAR væntingar vot só ever sko!!! Jæja þarf að skottast aðeins...
Engin ummæli:
Skrifa ummæli